Skip to main content
search
0

Heimsókn og fræðsla þroskaþjálfanema frá Háskóla Íslands

14.03.2024

Fjöldi nema á öðru og fjórða ári í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands sóttu fræðslu um starfsemi Áss styrktarfélags fimmtudaginn 7. Mars.

Nemarnir eru í vettvangsnámi um þessar mundir en alls eru sjö nemar hjá félaginu, þar af sex á öðru ári og einn á fjórða ári.

Ákveðið var að bjóða samnemendum þeirra í HÍ sem einnig eru í vettvangsnámi víðs vegar um höfuðborgarsvæðið á fræðsluna og fór mætingin fram úr björtustu vonum.

Í vettvangsnámi annars árs nema er lögð áhersla á persónumiðaða samvinnu og á fjórða ári snúa verkefnin meira að því að greina og þróa starfshætti sem stuðla að inngildingu og fullgildri þátttöku.

Eldri fréttir frá félaginu