________________________________________________________________________________________________________________________________________
Deildarstjóri á íbúðarkjarna í Garðabæ
Ás Styrktarfélag óskar eftir að ráða öflugan deildarstjóra á íbúðarkjarna í 100% starfshlutfall.
Hjá Ási Styrktarfélagi er unnið samkvæmt hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar.
Starf deildarstjóra felur í sér stjórnun og skipulag íbúðarkjarnans í samráði við forstöðumann.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Áss Styrktarfélags við viðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Theódórsdóttir forstöðumaður mannauðsmála í síma 4140500.
Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarstjóri:
- er faglegur leiðtogi og sinnir framkvæmd og skipulagi á þjónustu í samráði við forstöðumann.
- tryggir að unnið sé í samræmi við lög, reglur og verkferla.
- gætir hagsmuna íbúa innan og utan heimilis.
- ber ábyrgð á samvinnu við tengslastofnanir og aðstandendur.
- ber ábyrgð á faglegu starfi sem miðar að því að veita einstaklingsmiðaða þjónustu, miðlar þekkingu til starfsmanna og veitir þeim stuðning.
- ber ábyrgð á að þjónustuáætlanir séu uppfærðar og byggðar á óskum íbúa og fagleg mati.
- kemur að bókhaldi og fjármálum íbúa.
- vinnur eftir gæðaviðmiðum/lýsingum félagsins.
- er staðgengill forstöðumanns í lengri fjarveru.
- sinnir öðrum verkefnum í samráði við forstöðumann.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki með ólíkar stuðningsþarfir.
Leiðtogafærni og hæfni mannlegum samskiptum.
Stjórnunarreynsla æskileg.
Fríðindi í starfi
Sækja um
________________________________________________________________________________________________________________________________________
Stuðningsfulltrúi í Brekkuás (sumarstarf)
Ás styrktarfélag veitir fötluðu fólki fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.
Í búsetuþjónustu eru laus störf stuðningsfulltrúa í vaktavinnu í Brekkuás, Garðabæ.
Starfshlutfall 75-85 %, allar tegndir vakta, unnið aðra hverja helgi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoðar íbúa til sjálfshjálpar og stuðlar að þátttöku þeirra í samfélaginu
- Aðstoðar og styður íbúa við athafnir daglegs lífs og við heimilishald
- Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa
- Fylgist með andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá við heilsufarslega þætti
- Vinnur eftir þjónustuáætlunum í samvinnu við íbúa og yfirmann
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta
- Hreint sakarvottorð. Vakin er athygli á að umsækjandi þarf að skila inn sakarvottorði (af island.is) ef af ráðningu verður. Stjórnandi biður um þau gögn eftir atvinnuviðtal.
Um sumarstarf er að ræða og staðan eru laus strax eða eftir samkomulagi.
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.
Sækja um
________________________________________________________________________________________________________________________________________