Skip to main content
search
0

 

Atvinnustefna 2022-2027

Stefna Áss styrktarfélags er að tryggja fötluðu fólki vinnu við hæfi með viðeigandi stuðningi. Sérstök áhersla er á aukið samstarf við atvinnurekendur og aðra í samfélaginu sem geta og vilja bjóða atvinnu- og verkefnatækifæri.

Horft er til laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Ás styrktarfélag leggur áherslu á að starfsemi Vinnu og virkni sé í stöðugri endurskoðun enda markmið félagsins að bjóða fjölbreytni og vera í fararbroddi á því sviði.

Í stefnunni felst:

  • Að Vinna og virkni sé fjölbreytt og taki tillit til hæfileika, þarfa og áhugasvið fólks eftir aldri og menntun.
  • Að þeir sem eru í vinnu hjá Ási styrktarfélagi hafi möguleika á að sækja ólík vinnu- og virknitilboð eftir því hvar áhugasvið hvers og eins liggur.
  • Að leita leiða til þátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði.
  • Að þjónusta félagsins sé í stöðugu endurmati og að allir sem komi að  Vinnu og virkni fái tækifæri til að leggja mat á þau tilboð sem í boði eru hverju sinni.
  • Að mæta þverrandi starfsþreki með starfslokaaðlögun.

Samþykkt af stjórn 14.12.2021