Skip to main content
search
0

Hjálpatækjarmiðstöð TR (HTM) og Ás styrktarfélag störfuðu saman að verkefni um notkun hjálpartækja til að styðja fólk með þroskahömlun til sjálfstæðis á heimilum sínum.  Verkefnið var að frumkvæði HTM í tilefni af ári fatlaðra. Tilgangur var að kanna þörf og gagnsemi ákveðinna hjálpartækja.

Prófuð voru minnis- og öryggishjálpartæki og merkibúnaður sem auðveldar þátttakendum að framkvæma athafnir daglegs lífs og stuðla að sjálfstæði þeirra. Samantekt og niðurstöður voru unnar af HTM.