Skip to main content
search
0

Netráðstefna

Ás styrktarfélag tekur þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice eins og áður hefur verið sagt frá.

Samkvæmt áætlun verkefnisins skiptast þátttakendur á að halda fundi í sínu heimalandi.

Við hér á Íslandi skipulögðum heilmikla dagskrá dagana 20. – 23. apríl og mikil tilhlökkun ríkti í hópnum að taka á móti vinum frá Svíþjóð, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Svo fór þó að fresta þurfti fundinum og var ákveðið að reyna aftur í október. Það gekk nú ekki heldur og var því brugðið á það ráð að halda rafrænan fund í gegnum Teams.

Sá fundur fór fram þriðjudaginn 13. október og tókst vel í alla staði. Þátttakendur höfðu gert myndbönd um tiltekin réttindi sem hver og einn hafði valið að vekja athygli á. Eitt myndband kom frá hverju landi. Markmiðið er að halda þessum réttindum á lofti og fræða aðra um þau. Allir höfðu undirbúið sig vel með því að skoða myndböndin og velta fyrir sér hvað væri gott dæmi um þessi réttindi í þeirra landi og hvað mætti betur fara. Niðurstaða umræðunnar var skrifuð niður, þýdd yfir á ensku og kynnt fyrir hinum fulltrúunum á rafræna fundinum.

Björgvin Björgvinsson var fulltrúi Íslands að þessu sinni og kynnti réttinn til aðgengis. Þeir sem þekkja Björgvin vita að baráttan fyrir bættu aðgengi er hans hjartans mál.

Íslenski hópurinn hefur ekki getað fundað eins og oft og hann hefði viljað. Covid-19 faraldur hefur sannarlega sett strik í alla skipulagningu en við erum staðráðin í að finna leiðir til þess að halda áfram að vinna í verkefninu. Þessir fundir okkar hafa reynst dýrmætir til þess að fara í gegnum og ræða réttindi fatlaðs fólks og við erum stöðugt að læra hvert af öðru. Með fréttinni eru sömuleiðis myndir af undirbúningsfundi þar sem allir lögðu sitt að mörkum. Á bak við grímurnar má glitta í aðra meðlimi hópsins Iðunni, Unni og Sigfús.

Við þökkum Eglė Gudžinskienė og Linu Trebiene fyrir frábæra skipulagningu á fundinum og vonum svo sannarlega að þessir góðu vinir og félagar í verkefninu Frelsi til að velja fái tækifæri til að heimsækja okkur á næsta ári og að við getum sömuleiðist hitt þátttakendur í þeirra landi.

Hér er tengill á myndband Björgvins og annarra þátttakenda í verkefninu.

Hér getið þið skoðað myndbandið hans Björgvins með íslensku tali og texta

English version:

Ás styrktarfélag is participating in the ongoing Nord+ project Freedom of My Choice. According to plan each participating country hosts one meeting. Participants were supposed to have one in Iceland last April.

The Icelandic team was looking forward to a visit from their Estonian, Latvian, Lithuanian and Swedish partners and had prepared a full program for three days. Then everything was cancelled because of Covid 19. New dates were set for the visit to take place in October but that wasn´t possible either. The conclusion was for participants to have a digital meeting October 13th and hope for a later chance for the visit.

The participants, also called ambassadors, had made videos on their chosen Right. The goal is to promote these rights and bring them to public attention. The meeting was a success since everyone came well prepared. Each team watched the videos and discussed similarities in their own country before the meeting. At the meeting they came prepared with some good and bad examples from their own experience on the chosen Rights.

Björgvin Björgvinsson was the Icelandic ambassador at this meeting. He chose to promote The Right to Accessibility. Those who know Björgvin are very familiar with his enthusiasm on this matter.

Frelsi til að velja – ráðstefna október 2020