Skip to main content
search
0

 

Heilsustefna 2022-2027

Stefna félagsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Með heilsustefnu setur félagið heilbrigði í forgrunn til aukinna lífsgæða. Til heilsu telst líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan.

Heilsuvernd og góð heilsa er mikilvæg fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem búa við fötlun í einhverri mynd því hún stuðlar að auknum möguleikum þeirra á virkri þátttöku í samfélaginu.

Heilsustefna Áss styrktarfélags felur m.a. í sér:

  • Að efla vitund um góða heilsu, líkamlega og andlega.
  • Að efla vitund um mikilvægi holls mataræðis.
  • Að efla sjálfsmynd einstaklingsins, sjálfsvitund og virðingu. Vinna með  framkomu, viðhorf og hugmyndafræði.
  • Að stuðla að því að í allri starfsemi félagsins hafi fatlað fólk aðgang að sundi, góðri hreinlætisaðstöðu, sjúkra- og iðjuþjálfun.
  • Að leggja áherslu á vinnuvernd með góðu vinnuumhverfi sem felur m.a. í sér góðan félagslegan og vinnuvistfræðilegan aðbúnað.
  • Að stuðla að því að aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustað og heimilum verði eins og best verði á kosið.

Leiðir:

  • Að ein vika á ári verði tileinkuð heilsu þar sem m.a. er boðið upp á heilsutengda viðburði og fræðslu.
  • Að innleiðing og kynning heilsustefnu fari fram árlega.
  • Að fræða fatlað fólk um mikilvægi þess að hreyfa sig og neyta hollrar fæðu til að koma í veg fyrir lífsstílstengda sjúkdóma.

Að hvetja til hreyfingar og útiveru, s.s. gönguhópar, gönguferðir, þátttaka í heilsuátaki eins og hjólað í vinnuna og lífshlaupið.

 

Samþykkt af stjórn 14.12.2021