Skip to main content
search
0

Í apríl 2022 fékk Ás styrktarfélag heimsókn frá góðum gestum frá vinnustaðnum Jaunuoliu Dienos Centras frá borginni Panevėžys í Litháen.

Þetta voru tveir samstarfsaðilar sem kynntu sér fjölbreytta starfsemi félagsins og þá þjónustu sem þar er í boði. Þau komu í heimsókn á skrifstofuna og vinnustaði félagsins í Ögurhvarfi og Stjörnugróf. Einnig fengu þau heimboð í Víðihlíð og Langagerði þar sem þau hittu íbúa og fengu að kynna sér mismunandi heimili sem Ás býður upp á.

Heimsóknin er liður í verkefni sem er styrkt af Erasmus+ og snýr að aðgengi. Þar fá skipulagsheildir tækifæri til að þjálfa sig í að skipuleggja, undirbúa, framkvæma og fylgja eftir heimsókn til annarra landa. Þannig verður skipulagsheildin betur í stakk búin að skipuleggja ferðir erlendis síðar meir. Þeirra hlutverk er að undirbúa komu stærri hóps frá sama vinnustað seinna í sumar, meira um það síðar.

Í september 2022 komu 4 gestir og heimsóttu Ás vinnustofu og Stjörnugróf þar sem þau fengu kynningu á starfseminni og tóku viðtal við starfsmenn. Einnig fóru þau í heimsókn á Lautarveg þar sem farið var yfir þá þjónustu sem þar er veitt og hittu jafnframt íbúa.