Skip to main content
search
0

Mikið fellur til af endurnýtanlegri vöru í samfélaginu. Mörg tækifæri felast í því. Ás styrktarfélag hefur sett sér umhverfisstefnu sem hvetur til þess að leitað sé eftir verkefnum og samstarfi við fyrirtæki og aðra aðila til að auka þátt endurvinnslu og endurnýtingar hjá félaginu. Stór hluti framleiðslunnar felur í sér endurvinnslu að einhverju eða öllu leyti. Tilgangur framleiðslunnar má segja að sé tvíþættur, umhverfisvernd og fjölbreyttni verkefna sem standa starfsfólki félagsins til boða.

Í vefverslun fást nokkrar af þeim vörum sem eru framleiddar hjá félaginu. Markmiðið er að auka framboð þar með tímanum.

Fleiri vörur bjóðast í Versluninni Ásum og gróðurhúsinu.

Með því að eiga viðskipti við vefverslun, Verslunina Ása og gróðurhúsið er stuðlað að því að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.

Trévara

Vefnaðarvara

Keramik

Kerti