Skip to main content
search
0

Ás styrktarfélag hefur alla tíð lagt metnað í að vera framarlega í starfi með fötluðu fólki. Liður í því er að hafa frumkvæði að og taka þátt í ýmiskonar verkefnum sem stuðla að þróun þjónustu hér á landi og erlendis. Það er gert meðal annars með því að fylgja ríkjandi hugmyndafræði, mæta þörfum og óskum fatlaðs fólks og taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi.