Skip to main content
search
0

Jafnréttisáætlun Áss miðar að því að gera félagið að vinnustað þar sem lögð er áhersla á jafnrétti og vellíðan í starfi. Áætlunina skal endurskoða á þriggja ára fresti, næst fyrir 01.03.2025. Með henni uppfyllir félagið skyldu sína gagnvart lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í daglegum störfum, í stefnumótun og allri ákvarðanatöku. Samkvæmt lögum 86/2018 skulu allir starfsmenn fá jafna meðferð óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á mótun jafnréttisáætlunar og framkvæmd í samvinnu við framkvæmdastjóra. Lögð er áhersla á að allar starfsstöðvar félagsins fylgi jafnréttisáætlun með markvissum hætti.

Jafnréttisáætlun gildir fyrir allt starfsfólk og miðar að því að á vinnustöðum félagsins ríki jafnrétti.

 

Launajafnrétti

Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Öllum kynjum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum skulu ekki fela í sér kynjamismunun.

Markmið: Að öll kyn fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf

Aðgerð 1: Félagið viðhaldi vottun jafnlaunakerfis samkvæmt  ÍST 85:2012

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Í nóvember árlega fram til 2025 þegar vottun verður endurnýjuð

Aðgerð 2: Jafnlaunastefna sett fram og kynnt fyrir starfsfólki á starfsmannafundum eða starfsdögum og nýliðafræðslu

Ábyrgð: Framkvæmdarstjóri

Tímarammi: Lokið í nóvember ár hvert.

Aðgerð 3: Launagreining framkvæmd

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í apríl ár hvert

Aðgerð 4: Frábrigði í launagreiningu greind og leiðrétt ef fram kemur óútskýranlegur munur milli kynja. Viðmiðið er að launamunur sé ekki meira en 10% milli starfsmanna í sama starfi eða í sömu starfafjölskyldu.

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í apríl ár hvert

Aðgerð 5: Félagið vinnur markvist í að því að koma í veg fyrir að frábrigði í launadreifingu séu til staðar. Viðmiðið er að  frábrigðum yfir 20 % í launagreiningu sé útrýmt. Þau störf sem koma fram sem frábrigði eru skoðuð sérstaklega í samhengi þess hvort viðmið í starfaflokkun félagsins nái utan um og útskýri verðmæti allra starfa hjá félaginu.

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í apríl ár hvert

 

Laus störf

Starf sem er laust er til umsóknar skal standa opið öllum kynjum.

Hjá félaginu er sérstök áhersla á að jafna hlutfall kynja í starfi.

Markmið: Að laus störf hjá félaginu standi opin öllum kynjum

Aðgerð 1: Samantekt á kynjahlutföllum starfsmanna

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í mars ár hvert

Aðgerð 2: Samantekt á ráðningum á árinu yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í október ár hvert

Markmið: Að jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum

Aðgerð 1: Öll kyn hvött sérstaklega til að sækja um laus störf

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Í hvert skipti sem starf er auglýst

Aðgerð 2: Stjórnendur séu meðvitaðir við ráðningar að jafna kynjahlutfall

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Í hvert sinn sem ráðið er í starf

 

Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun.

Öll kyn skulu njóta sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi.

Markmið: Að tryggja að endurmenntun, símenntun og fræðsla sé aðgengileg öllum kynjum

 Aðgerð 1: Samantekt á kynjahlutföllum á innan- og utanhús fræðslu

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í október ár hvert

 

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Öllum kynjum skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Meðal annars skal miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna og þarfa vinnustaðarins.  Leitast er við að gera starfsmönnum auðveldara að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna. Öll kyn skulu hvött til þess að nýta sér fæðingarorlof/foreldraorlof og skipta með sér veikindum barna á jafnréttisgrundvelli.

Markmið: Að foreldrar nýti fæðingar- og foreldraorlof og leyfi vegna veikinda barna

 Aðgerð 1: Kynnt fyrir starfsmönnum á starfsmannafundum eða starfsdögum í vinnu og virkni og búsetu

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í nóvember ár hvert

Starfsandi og líðan starfsmanna

Stjórnendur félagsins skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni.

Markmið: Að einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundið eða kynferðislegt áreiti sé ekki liðið hjá félaginu.

Aðgerð 1: Fræðsla til starfsmanna á starfsmannafundum eða starfsdögum og nýliðafræðslu í Vinnu og virkni og búsetu.

Ábyrgð: Mannauðsstjóri

Tímarammi: Lokið í nóvember ár hvert

Aðgerð 2: Unnið er samkvæmt vinnureglum þegar slíkt atvik kemur upp

Ábyrgð: Mannauðsstjóri og Eineltisteymi

Tímarammi: í hvert skipti sem slíkt mál kemur upp

Aðgerð 3: Áhættumat mælir þessa þætti

Ábyrgð: Öryggisfulltrúi

Tímarammi: Mars annað hvert ár, síðast 2021

Aðgerð 4: Atvik er kerfi frá Vís sem heldur utan um atvikaskráningar sem snúa að vinnu- og frístundarslysum. Einnig er hægt að tilkynna einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti, kynbundið ofbeldi.

Ábyrgð:  Mannauðsstjóri / öryggisfulltrúi.

Tímarammi: Í hvert skipti sem slík mál koma upp, unnið samkvæmt verkferlum.

Samþykkt af stjórn 19.05.2022