Skip to main content
search
0

Stuðst er við hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem byggir á kærleiksríkri nálgun og virðingu í samskiptum. Með nærgætni og vinsemd er skapað þannig umhverfi að starfsmenn upplifi traust og öryggi. Þegar fólki líður vel eru meiri líkur á auknu sjálfstæði, þátttöku og virkni í samfélaginu.

Einnig er starfað samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um jöfn mannréttindi.

Mikilvægt er að allir leiðbeinendur vinni samkvæmt sömu hugmyndafræði sem leggur grunninn að gæðaþjónustu í daglegu starfi.