Skip to main content
search
0

 

Gildi Áss styrktarfélags 2015-2025 eru gæði, sveigjanleiki og frumkvæði.

Gæði fela í sér virðingu fyrir sjálfræði og mannlegri reisn. Horft er á hagsmuni þeirra sem félagið vinnur fyrir með það markmið að auka val og fjölbreytni í þjónustu. Rík áhersla er á samvinnu byggða á trausti milli aðila.

Sveigjanleiki snýst um að bregðast við fjölbreyttum aðstæðum og vinna lausnamiðað í samvinnu við hlutaðeigandi til að yfirstíga hindranir. Leitast er við að bregðast við breytilegum þörfum fólks með virðingu að leiðarljósi.

Frumkvöðlastarf felur í sér frelsi til að koma með nýjar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Þekkingarleit miðar að framþróun og kemur í veg fyrir stöðnun.

Samþykkt af stjórn 12.03.2015