Skip to main content
search
0

Þekkingarsetur um félagstengsl og kynímynd var tilraunaverkefni Áss sem stóð yfir frá árinu 2007 til 2012. Markmið setursins var að vera ráðgefandi við fatlað fólk, aðstandendur, fagfólk og þjónustustofnanir eins og til dæmis skóla í tengslum við þætti sem tengjast kynverund, kynfræðslu og kynhegðun. Þá stóð setrið fyrir ýmsum námskeiðum sem tengdust lífsleikni, kynfræðslu og sjálfstyrkingu auk útgáfu á kennslubókinni Verum örugg og þýðingum á bókunum Gott hjá þér! og Að verða fullorðinn.

Með starfsemi Þekkingarsetursins vildi Ás styrktarfélag benda á þörfina fyrir lífsleiknikennslu og sérhannað kennsluefni. Á þeim tima sem setrið starfaði mátti merkja vaxandi skilning á þörfinni fyrir aukna lífsleiknikennslu og þjálfun fyrir fólk með þroskahömlun á öllum aldri. Frekari upplýsingar um bækurnar sem setrið hefur gefið út má sjá hér á heimasíðunni undir liðnum útgáfa.

Fyrirspurnir um ráðgjöf og námskeið sendist til Maríu Jónsdóttur sjálfstætt starfandi ráðgjafa á netfangið maria.jonsdottir2@gmail.com