Skip to main content
search
0

Í vefverslun, versluninni Ásum og gróðurhúsi er hægt að kaupa vörur sem eru framleiddar hjá styrktarfélaginu.

Í vefverslun fást nokkrar af þeim vörum sem eru framleiddar hjá félaginu. Markmiðið er að auka framboð þar með tímanum.

Í Versluninni Ásum eru seldar vörur framleiddar í Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási og Smíkó. Vöruúrvalið er fjölbreytt og getur verið breytilegt eftir árstíðum. Verslunin selur meðal annars kerti, mósaík og keramik vörur, ýmiskonar saumavöru og trévörur svo einhverjar séu nefndar. Hægt er að koma í Ögurhvarfi 6 og kaupa þessar vörur milli kl. 09.00 – 15.30 alla virka daga.

Gróðurhús Bjarkaráss, Stjörnugróf 9 er opið frá mars og fram í október ár hvert. Þar fer fram lífræn ræktun grænmetis og kryddjurta samkvæmt stöðlum frá Vottunarstofunni Túni. Fyrsta uppskera kemur í lok maí og eykst úrvalið eftir því sem líður á sumarið. Hægt er að koma í gróðurhúsið og kaupa grænmeti á virkum dögum milli kl. 09.00 – 16.00 yfir sumartímann. Við auglýsum sérstaklega þegar við höldum markað undir lok sumars.

Með því að eiga viðskipti við vefverslun, Verslunina Ása og gróðurhúsið stuðlið þið að því að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.