Skip to main content
search
0

 

Hjá Ási styrktarfélagi er starfað eftir lögum um þjónustu við fatlað fólk og reglugerðum sem settar eru með þeim lögum sem jafnframt móta stefnu Áss styrktarfélags.

Starfað er skv. Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í þeim samningi ásamt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (nr. 38/2018) er réttur fatlaðs fólks til sjálfræðis og sjálfstæðrar ákvarðanatöku viðurkenndur.

Hugmyndafræði og áherslur þjónandi leiðsagnar (e. gentle teaching) hafa verið innleiddar hjá Ási styrktarfélagi og einnig ber starfsfólki hjá Ási styrktarfélagi að kynna sér mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Gerð er krafa um að allt starfsfólk Áss styrktarfélags vinni samkvæmt sömu hugmyndafræði sem leggur grunninn að gæðaþjónustu félagsins.