Skip to main content
search
0

Netráðstefna janúar 2021

Ás styrktarfélag tekur þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice eins og áður hefur verið sagt frá. Covid 19 hefur haft mikil áhrif á þetta verkefni eins og svo margt annð. Í janúar átti að vera fundur í Stokkhólmi. Þar sem ferðalög milli landa eru ekki í kortunum þessi misserin var í staðinn rafrænn fundur á Teams þriðjudaginn 26. janúar.

Þátttakendur hafa gert myndbönd um tiltekin réttindi sem hver og einn hefur valið að vekja athygli á. Eitt myndband kom frá hverju landi og voru allir viðstaddir búnir að skoða myndböndin og fjalla um efni þeirra fyrir fundinn. Þeir ræddu um stöðuna í eigin umhverfi, hvað er vel gert og hvað má betur fara í tengslum við tiltekin réttindi. Markmið verkefnisins er að halda þessum réttindum á lofti og fræða aðra um þau. Niðurstöður umræðna voru þýddar á ensku og kynntar fyrir hinum fulltrúunum á rafræna fundinum.

Iðunn Árnadóttir var fulltrúi Íslands að þessu sinni og kynnti réttinn til að vera hamingjusöm. Hún hefur sína forgangsröðun á hreinu og kann vel að meta það sem stendur hjarta hennar næst. Iðunn er hæfileikarík ung kona með bjarta framtíð.

Við þökkum Eglė Gudžinskienė og Linu Trebiene fyrir góða skipulagningu á fundinum og vonumst til að þátttakendur í verkefninu Frelsi til að velja fái tækifæri til að hittast í raunheimum næsta haust.

Hér er er tengill á myndband Iðunnar og annarra þátttakenda í verkefninu.

Hér er tengill á myndband Iðunnar með íslensku tali og texta

Freedom of our choice

Digital meeting October 26th 2021

Ás styrktarfélag is participating in the ongoing Nord+ project Freedom of My Choice. According to plan each participating country is supposed to host one meeting. This January the meeting should have been held in Stockholm. Covid 19 has affected this project like many other aspects of our lives and made international travels almost impossible. Again the solution was to have a digital meeting which took place January 26th. The participants, also called ambassadors, made videos on their chosen Right. Each team prepared for the meeting by watching the videos and discussing similarities, good examples and bad in their own country. At the meeting participants shared their conclusions. The main goal of Freedom of our choice is to promote these rights and bring them to public attention.

Iðunn Árnadóttir was the Icelandic ambassador at this meeting. She chose to promote The Right to be Happy. She has gotten her priorities right and truly values what she has taken to heart. Iðunn is a young woman with many skills and her future sure looks bright.

We thank Eglė Gudžinskienė og Lina Trebiene for organizing the meeting in this excellent way and hope to be able to meet our partners later this year in the real world.

Frelsi til að velja – ráðstefna janúar 2021