Skip to main content
search
0

Vængir gleðinnar í Lækjarás

10.06.2024

Nýlega var unnið samvinnuverkefni í Lækjarási þar sem margir tóku þátt í að útbúa fjaðrir í vængi sem voru hengdir upp á vegg og gat fólk stillt sér upp og fengið af sér mynd með þeim.

Sara Björnsdóttir leiðbeinandi sem átti hugmyndina að verkefninu skrifaði eftirfarandi texta um efnið;

Hugmyndir svífa milli manna, yfir landamæri, ná yfir höf og heimsálfur eins og vefnaður í gegnum mannleg tengsl. Þannig tók hugmyndin um að búa til fjaðrir í vængi flugið, frá einni manneskju til annarrar, frá fjöður til fjaðrar, þar til hún lenti hjá okkur.

Í fyrstu litu fjaðrirnar ekki vel út svona ein og ein, en því fleiri sem þær urðu því fallegri varð hver fjöður þar til vængirnir risu upp á vegg í allri sinni litadýrð.

Vængir gleðinnar því stærri bros sjást sjaldan eins og þau sem spruttu fram við að sjá mynd af sjálfum sér með þessa stóru og litríku vængi. Þannig er einmitt Lækjarás, sameining þar sem hver og einn einstaklingur styður við annan og úr verður litríkt flæði, lækur sem tifar, ásinn í stokknum.

Eldri fréttir frá félaginu