05.09.2024
Þann 15. maí 2024 útskrifuðust fimm nemar eftir frábæran vetur í starfsnámi á Landspítalanum. Þetta var annar hópurinn sem klárar starfsnámið.
Allir höfðu þá fengið sumarstörf og voru spenntir að takast á við nýjar áskoranir. Hér má sjá svipmyndir frá útskriftinni sem var vel sótt.
Mánudaginn 9. september byrjar nýr fimm manna hópur í starfsnámi Project SEARCH á Landspítalanum. Jafnframt hafa tveir nýir kennarar verið ráðnir til starfa. Þau eru Daníel Sigurðsson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Við bjóðum þau velkomin til starfa og erum spennt að fara af stað með næsta hóp.