Skip to main content
search
0

Project SEARCH er markvisst 9 mánaða nám fyrir fólk með þroskahamlanir og aðrar fatlanir til undirbúnings fyrir atvinnuþátttöku.

Námið fer fram á Landspítala og hver starfsnemi fær kennslu og þjálfun í þremur mismunandi störfum.

Leitast er við að starfsnemar auki færni sína á sviðum sem nýtist á vinnumarkaði.

Námið fer fram á tímabilinu september til maí og er ólaunað.


Er námið fyrir þig?

Hefur þú brennandi áhuga á að starfa á almennum vinnumarkaði?

Langar þig að læra og auka færni þína í skemmtulegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi?

Um hvað snýst námið?

Námið er einstaklingsmiðað.

Kennd er færni sem nýsti í störfum á almennum vinnumarkaði.

Markmið

Að nemar öðlist færni til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Að nemendur fái kennslu um réttindi, skyldur og þær áskoranir sem þeir kunna að standa frammi fyrir í vinnuumhverfi.

Meðal efnis sem kennt er;

  • að vinna í teymi
  • öryggi á vinnustað
  • tækni
  • sjálfsákvörðun
  • að halda vinnu
  • fjármál
  • heilsa
  • samskipti

Inntökuskilyrði

  • að vera 18 ára eða eldri
  • að hafa brennandi áhuga að vinna á almennum vinnumarkaði
  • að hafa áhuga á að efla sjálfstæði og sjálfstraust
  • að treysta sér til að vinna í teymi
  • að vera tilbúinn til að læra launalaust í 9 mánuði

Umsókn / Fylgigögn

Opnað er fyrir umsóknir í apríl ár hvert.

Í fylgigögnum þarf að koma fram upplýsingar um fyrra nám og starfsreynslu.

Upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á nám svo sem sérstök hjálpargögn eða námsaðferðir

Hér er  Project-SEARCH_Umsoknareydublad


Umsóknarferlið er svona:

Skref 1: Umsókn

  • Þú og aðstoðarmaður fyllið út umsókn. Umsóknarfrestur er til maí 2025.
  • Umsókn send með vefpósti á netfangið ps@styrktarfelag.is

Skref 2: Project SEARCH inntökuteymi tekur við umsókn og mun;

  • Meta umsóknina þína.
  • Óska eftir viðbótarupplýsingum, í samráði við þig, ef þurfa þykir.
  • Upplýsa þig og aðstoðarmann um næstu skref.

Skref 3: Ef umsókn þín verður samþykkt munt þú taka þátt í færnimats degi sem en þú færð nánari upplýsingar varðandi það þegar nær dregur.

Skref 4: Project SEARCH inntökuteymi mun:

  • Fara yfir upplýsingar frá færnimats degi og velja starfsnema fyrir næsta ár.
  • Hafa samband við þig og aðstoðarmann og láta þig vita hvort þú hafir fengið inngöngu.

Ertu með spurningar?

Velkomið að senda tölvupóst á netfangið ps@styrktarfelag.is eða hringja í síma 414-0500.


Fréttir frá Project SEARCH verkefninu

Filter

Útskrift Project SEARCH starfsnema 2024

september 5, 2024
05.09.2024 Þann 15. maí 2024 útskrifuðust fimm nemar eftir frábæran vetur í starfsnámi á Landspítalanum.…

Staðan á Project SEARCH verkefninu

mars 8, 2024
08.03.2024 Project SEARCH er 9 mánaða starfsnám sem fer fram á vinnustað sem leggur til…

Heimildamyndin Project SEARCH: Allir með

janúar 8, 2024
08.01.2024 Þriðjudaginn 09.janúar kl 21.20 mun heimildamyndin Project SEARCH: Allir með vera sýnd á RÚV.…

Grein um Project SEARCH í blaði Þroskaþjálfafélags Íslands

júlí 4, 2023
Nýlega kom út Þroskaþjálfinn - fagblað Þroskaþjálfafélags Íslands þar sem fjallað er um framþróun í…

Útskrift Project SEARCH starfsnema

júní 8, 2023
Þann 1. júní síðastliðinn var fyrsta útskrift Project SEARCH á Íslandi. Þá luku 5 manns…

Fréttir frá Project SEARCH verkefninu

maí 11, 2023
Nú líður að lokum fyrsta vetrar Project SEARCH. Umsóknarfrestur um þátttöku næsta vetur rann út…

Kynningarfundur á Project SEARCH

apríl 5, 2023
Þann 27. mars síðastliðinn var haldin kynning á Project SEARCH fyrir útskriftarnema framhaldsskóla. Ágætis mæting…

Áframhald á Project SEARCH verkefninu

febrúar 14, 2023
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt verkefninu Project SEARCH áframhaldandi stuðning en markmið…

Staðan á Project SEARCH verkefninu

nóvember 17, 2022
Fimmtudaginn 17.nóvember kynntu þátttakendur og leiðbeinendur þeirra stöðuna fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni Félags- og vinnumarkaðsráðherra.…
Fjórar konur sitja saman við fundarborð

Fréttir af Project SEARCH verkefninu

september 29, 2022
Í júní undirritaði Ás styrktarfélag samstarfssamning við Landspítala háskólasjúkrahús um verkefnið Project SEARCH. Landspítalinn leggur…

Project search hjá Ási styrktarfélagi

maí 12, 2022
Project SEARCH á rætur að rekja í Cincinnati, Ohio í Bandaríkjunum. Upphafsmenn þess eru Erin…
Hrafnhildur Tómasdóttir , Valgerður Unnarsdóttur og Félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi horfa upp í myndavélin við undirritun samnings um Project search

Verkefninu Project Search ýtt úr vör

febrúar 16, 2022
16.02.2022 Í morgun tók Ás styrktarfélag á móti styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Styrkurinn er…