Project SEARCH kemur upprunalega frá Children’s Hospital Medical Center í Cincinnati í Bandaríkjunum og var upphaflega sett af stað 1996.
Upphafsmenn þess eru Erin Riehle og Susie Rutkowski, en það var árið 1996 sem Erin hafði samband við Susie til að kanna hvort hún vissi af fötluðu fólki sem hefði áhuga á að vinna á Cincinnati Childrens medical center. Í framhaldi af því þróuðu þær starfsnám sem miðar að því að greiða götur fatlaðs fólks að atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Project SEARCH er ætlað að ögra viðhorfum til vinnuframlags og litlum væntingum til fatlaðs fólks á atvinnumarkaði sem hafa verið lífsseig hingað til. Lögð er áhersla á að skapa mjög jákvæða mynd af fötluðum starfsmönnum sem er áhrifaríkasta leiðin til að breyta viðhorfum til hins betra.
Árið 2018 kynntust starfsmenn Áss Project SEARCH á ráðstefnu á Bandaríkjunum og hrifust af verkefninu.
Haustið 2021 tók stjórn Áss styrktarfélags þá ákvörðun að setja kraft í að koma verkefninu af stað.
Samningur um einkaleyfi var undirritaður í lok árs 2021 og innleiðingarvinna í upphafi árs 2022.
Erins og Sushi hafa heimsótt okkur frá upphafi innleiðingar í 3 skipti og hafa veitt verðmæta innsýn.