Opnað er fyrir umsóknir í apríl ár hvert.
Í fylgigögnum þarf að koma fram upplýsingar um fyrra nám og starfsreynslu.
Upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á nám svo sem sérstök hjálpargögn eða námsaðferðir
Hér er Project-SEARCH_Umsoknareydublad
Umsóknarferlið er svona:
Skref 1: Umsókn
- Þú og aðstoðarmaður fyllið út umsókn. Umsóknarfrestur er til maí 2025.
- Umsókn send með vefpósti á netfangið ps@styrktarfelag.is
Skref 2: Project SEARCH inntökuteymi tekur við umsókn og mun;
- Meta umsóknina þína.
- Óska eftir viðbótarupplýsingum, í samráði við þig, ef þurfa þykir.
- Upplýsa þig og aðstoðarmann um næstu skref.
Skref 3: Ef umsókn þín verður samþykkt munt þú taka þátt í færnimats degi sem en þú færð nánari upplýsingar varðandi það þegar nær dregur.
Skref 4: Project SEARCH inntökuteymi mun:
- Fara yfir upplýsingar frá færnimats degi og velja starfsnema fyrir næsta ár.
- Hafa samband við þig og aðstoðarmann og láta þig vita hvort þú hafir fengið inngöngu.