Skip to main content
search
0

Project SEARCH er markvisst 9 mánaða nám fyrir fólk með þroskahamlanir og aðrar fatlanir til undirbúnings fyrir atvinnuþátttöku.

Námið fer fram á Landspítala og hver starfsnemi fær kennslu og þjálfun í þremur mismunandi störfum.

Leitast er við að starfsnemar auki færni sína á sviðum sem nýtist á vinnumarkaði.

Námið fer fram á tímabilinu september til maí og er ólaunað.


Er námið fyrir þig?

Hefur þú brennandi áhuga á að starfa á almennum vinnumarkaði?

Langar þig að læra og auka færni þína í skemmtilegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi?

Um hvað snýst námið?

Námið er einstaklingsmiðað.

Kennd er færni sem nýtist í störfum á almennum vinnumarkaði.

Markmið

Að nemar öðlist færni til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Að nemendur fái kennslu um réttindi, skyldur og þær áskoranir sem þeir kunna að standa frammi fyrir í vinnuumhverfi.

Meðal efnis sem kennt er;

  • að vinna í teymi
  • öryggi á vinnustað
  • tækni
  • sjálfsákvörðun
  • að halda vinnu
  • fjármál
  • heilsa
  • samskipti

Inntökuskilyrði

  • að vera 18 ára eða eldri
  • að hafa brennandi áhuga að vinna á almennum vinnumarkaði
  • að hafa áhuga á að efla sjálfstæði og sjálfstraust
  • að treysta sér til að vinna í teymi
  • að vera tilbúinn til að læra launalaust í 9 mánuði

Umsókn / Fylgigögn

Opnað er fyrir umsóknir 10.mars 2025.

Umsóknarfrestur er til 16.04.2025.

Í fylgigögnum þarf að koma fram upplýsingar um fyrra nám og starfsreynslu.

Upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á nám svo sem sérstök hjálpargögn eða námsaðferðir

Hér er  Project-SEARCH_Umsoknareydublad


Umsóknarferlið er svona:

Skref 1: Umsókn

  • Þú fyllir út umsókn. Umsóknarfrestur er til 16.apríl 2025.
  • Umsókn send með vefpósti á netfangið ps@styrktarfelag.is

Skref 2: Project SEARCH inntökuteymi tekur við umsókn og mun;

  • Meta umsóknina þína.
  • Óska eftir viðbótarupplýsingum, í samráði við þig, ef þurfa þykir.
  • Upplýsa þig um næstu skref.

Skref 3: Ef umsókn þín verður samþykkt munt þú taka þátt í færnimats degi sem en þú færð nánari upplýsingar varðandi það þegar nær dregur.

Skref 4: Project SEARCH inntökuteymi mun:

  • Fara yfir upplýsingar frá færnimats degi og velja starfsnema fyrir næsta ár.
  • Hafa samband við þig og láta þig vita hvort þú hafir fengið inngöngu.

Ertu með spurningar?

Velkomið að senda tölvupóst á netfangið ps@styrktarfelag.is eða hringja í síma 414-0500.

Uppruni Project SEARCH

Project SEARCH kemur upprunalega frá Children’s Hospital Medical Center í Cincinnati í Bandaríkjunum og var upphaflega sett af stað 1996.

Upphafsmenn þess eru Erin Riehle og Susie Rutkowski, en það var árið 1996 sem Erin hafði samband við Susie til að kanna hvort hún vissi af fötluðu fólki sem hefði áhuga á að vinna á Cincinnati Childrens medical center. Í framhaldi af því þróuðu þær starfsnám sem miðar að því að greiða götur fatlaðs fólks að atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Project SEARCH er ætlað að ögra viðhorfum til vinnuframlags og litlum væntingum til fatlaðs fólks á atvinnumarkaði sem hafa verið lífsseig hingað til. Lögð er áhersla á að skapa mjög jákvæða mynd af fötluðum starfsmönnum sem er áhrifaríkasta leiðin til að breyta viðhorfum til hins betra.

Árið 2018 kynntust starfsmenn Áss Project SEARCH á ráðstefnu á Bandaríkjunum og hrifust af verkefninu.

Haustið 2021 tók stjórn Áss styrktarfélags þá ákvörðun að setja kraft í að koma verkefninu af stað.

Samningur um einkaleyfi var undirritaður í lok árs 2021 og innleiðingarvinna í upphafi árs 2022.

Erins og Sushi hafa heimsótt okkur frá upphafi innleiðingar í 3 skipti og hafa veitt verðmæta innsýn.


Fréttir frá Project SEARCH verkefninu

Filter

Útskrift Project SEARCH starfsnema 2024

september 5, 2024
05.09.2024 Þann 15. maí 2024 útskrifuðust fimm nemar eftir frábæran vetur í starfsnámi á Landspítalanum.…

Staðan á Project SEARCH verkefninu

mars 8, 2024
08.03.2024 Project SEARCH er 9 mánaða starfsnám sem fer fram á vinnustað sem leggur til…

Heimildamyndin Project SEARCH: Allir með

janúar 8, 2024
08.01.2024 Þriðjudaginn 09.janúar kl 21.20 mun heimildamyndin Project SEARCH: Allir með vera sýnd á RÚV.…

Grein um Project SEARCH í blaði Þroskaþjálfafélags Íslands

júlí 4, 2023
Nýlega kom út Þroskaþjálfinn - fagblað Þroskaþjálfafélags Íslands þar sem fjallað er um framþróun í…

Útskrift Project SEARCH starfsnema

júní 8, 2023
Þann 1. júní síðastliðinn var fyrsta útskrift Project SEARCH á Íslandi. Þá luku 5 manns…

Fréttir frá Project SEARCH verkefninu

maí 11, 2023
Nú líður að lokum fyrsta vetrar Project SEARCH. Umsóknarfrestur um þátttöku næsta vetur rann út…

Kynningarfundur á Project SEARCH

apríl 5, 2023
Þann 27. mars síðastliðinn var haldin kynning á Project SEARCH fyrir útskriftarnema framhaldsskóla. Ágætis mæting…

Áframhald á Project SEARCH verkefninu

febrúar 14, 2023
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt verkefninu Project SEARCH áframhaldandi stuðning en markmið…

Staðan á Project SEARCH verkefninu

nóvember 17, 2022
Fimmtudaginn 17.nóvember kynntu þátttakendur og leiðbeinendur þeirra stöðuna fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni Félags- og vinnumarkaðsráðherra.…
Fjórar konur sitja saman við fundarborð

Fréttir af Project SEARCH verkefninu

september 29, 2022
Í júní undirritaði Ás styrktarfélag samstarfssamning við Landspítala háskólasjúkrahús um verkefnið Project SEARCH. Landspítalinn leggur…

Project search hjá Ási styrktarfélagi

maí 12, 2022
Project SEARCH á rætur að rekja í Cincinnati, Ohio í Bandaríkjunum. Upphafsmenn þess eru Erin…
Hrafnhildur Tómasdóttir , Valgerður Unnarsdóttur og Félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi horfa upp í myndavélin við undirritun samnings um Project search

Verkefninu Project Search ýtt úr vör

febrúar 16, 2022
16.02.2022 Í morgun tók Ás styrktarfélag á móti styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Styrkurinn er…