Heimildamyndin Project SEARCH: Allir með var frumsýnd hjá Ríkisútvarpinu í janúar 2024.
Hún gefur góða mynd af verkefninu sem miðar að því að styðja fatlað fólk til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Verkefnið gengur út á sambland af fræðslu og starfsþjálfun yfir 9 mánaða tímabil. Markmiðið er að eftir að náminu lýkur fái þátttakendur vinnu á almennum vinnumarkaði.
Myndin fylgir starfsnemum eftir í starfsþjálfun frá hausti 2022 til útskriftar vor 2023.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð.