Vinna og virkni býður upp á ótal tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í fjölbreyttu umhverfi með skemmtilegu fólki. Vinnustaðir félagsins eru í Lækjarási, Bjarkarási og Ási vinnustofu.
Ottó hefur starfað í Ási vinnustofu í nokkur ár þar sem hann aðstoðar fólk við vinnu og athafnir daglegs lífs. Meðfram vinnunni stundar hann háskólanám.
Ottó hefur meðal annars haldið utan um íþróttahóp sem er, eins og nafnið gefur til kynna, hópur fólks sem hefur áhuga á íþróttum.
Við hvetjum alla til að horfa á myndbandið þar sem Ottó lýsir því hvað hann fær út úr starfinu sem einstaklingur.