Ás styrktarfélag í samvinnu við félagsmálaráðuneytið (Velferðamálaráðuneyti í dag) hlaut styrk til að framkvæma könnun á högum fólks með þroskahömlun 45 ára og eldra. Könnunin náði til alls landsins, sendir voru út spurningalistar, tekin viðtöl og stofnaður rýnihópur.
Markmiðið var að fá upplýsingar og skoða aðstæður og lífsgæði fólks með þroskahömlun. Niðurstöður lágu fyrir í mars 2008.