Skip to main content
search
0

Vottun á jafnlaunakerfi Áss styrktarfélags staðfest

Nýlega var gerð vottunarúttekt á jafnlaunakerfi Áss styrktarfélags. Niðurstaða hennar var sú að það uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og gildandi verklagsreglur kerfisins. Úttektarstjóri iCert mælti með óbreyttri stöðu vottunar sem gildir til loka árs 2025.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynja á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017. Frá þeim tíma bera fyrirtæki og stofnanir ábyrgð á því að setja upp kerfi sem tryggir að ákvarðanir um laun byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Launaákvarðanir eru byggðar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, gildandi kjarasamningum og öðrum þeim lögum og reglum sem tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt

Í upphafi árs 2019 hófst innleiðing formlegs jafnlaunakerfis hjá félaginu. Í apríl var launagreining gerð og niðurstaða hennar var sú að kynbundinn launamunur mældist ekki meðal starfsmanna félagsins. Í lok árs fór fram úttekt frá viðurkenndri vottunarstofu (iCert ehf) sem staðfesti að félagið hafi innleitt, skjalfest og gert áætlanir um stöðugt viðhald á jafnlaunakerfi sínu. Jafnlaunakerfi félagsins fékk viðhaldsúttektir í lok árs 2020 og 2021 og mælt var með óbreyttri stöðu vottunar.

Eldri fréttir frá félaginu