Undanfarin þrjú ár hefur Ás styrktarfélag í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna tekið þátt í samevrópska DigistorID verkefninu sem er á vegum Erasmus+. Þriðja og síðasta vinnustofan í verkefninu átti að fara fram í Trebnje í Slóveníu í mars á þessu ári en var frestað vegna Covid-19.
Þegar leið á árið var fyrirséð að ekki væri hægt að halda vinnustofurnar í Slóveníu vegna heimsfaraldursins. Var því ákveðið að þær færu fram í hverju landi fyrir sig. Fóru því síðustu vinnustofurnar fram hér á landi dagana 17.-21. september síðastliðinn.
Þátttakendur að þessu sinni voru Atli Már Haraldsson og Katrín Anna Heiðarsdóttir, bæði starfsmenn Áss vinnustofu. Sem fyrr voru leiðbeinendur Brynjar Hans Lúðvíksson (Ás vinnustofa) og Heba Bogadóttir (Bjarkarás).
Vinnustofurnar voru með breyttu sniði þetta skiptið til að mæta þörfum um sóttvarnir. Atli og Katrín voru því einu þátttakendurnir ásamt leiðbeinendum, en áður hefur verið unnið í stærri hópum. Til að minnka samgang við aðra ákvað hópurinn að einangra sig í vinnuaðstöðu sinni í Bjarkarási og þar að auki fór meginpartur vinnunnar fram yfir helgi.
Þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður náðu Atli Már og Katrín Anna að klára sögurnar sínar og er hægt að skoða þær hér fyrir neðan auk mynda frá vinnustofunni.
Hér má horfa á myndband Atla Más
Hér má horfa á myndband Önnu Katrínar
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.