Vinna og virkni í Stjörnugróf 7-9
Í Stjörnugróf eru Bjarkarás og Lækjarás sem bjóða upp á val um vinnu og virkni fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun. Á stöðunum er lögð áhersla á fjölbreytta einstaklings- og hópmiðaða starfssemi og haft að leiðarljósi að gera vinnu, afþreyingu og umhverfi aðgengilegt hverjum og einum. Starfssemin spannar vítt svið og má þar nefna þroskaþjálfun, félagsstarf, virknihópa, heitan pott, vettvangsferðir, tölvur og skapandi starf. Áhersla er lögð á óhefðbundin tjáskipti, tákn með tali, Boardmaker og stafrænar myndir.
Í Grófinni er sömuleiðis starfrækt leikskóladeild sem ber nafnið Lyngás og vísar til fyrsta dagheimilisins sem Ás styrktarfélag setti á laggirnar árið 1961. Húsnæðið í Safamýrinni sem áður hýsti Lyngás var selt í maí 2018 og þjónusta við börn flutt í Stjörnugróf. Í Lyngási, sem er staðsett í Bjarkarási, er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu með fjölbreytt viðfangsefni, snemmtæka íhlutun og þroskaþjálfun að leiðarljósi.
Gróðurhúsið er við Bjarkarás í Stjörnugróf. Þar fer fram lífræn ræktun með vottun frá Vottunarstöðinni Tún. Þar er ræktað grænmeti og matjurtir og leitast er við að sníða vinnuaðstöðu að þörfum hvers og eins. Meginstarfsemi er jarðvegsvinna, sáning, umpottun, vökvun, pökkun og annað tengt ræktuninni. Einnig er ýmiskonar útivinna s.s umhirða og viðhald safnhauga, gróðursetning og umhirða útigrænmetis og uppskeruvinna. Starfsemi er í gróðurhúsinu 10 mánuði ársins, aðeins er lokað yfir háveturinn.
Lyngás hóf starfsemi sína árið 1961, Bjarkarás árið 1971, Lækjarás árið 1981 og gróðurhúsið hefur verið starfrækt frá 1993.
Heba Bogadóttir, forstöðumaður heba@styrktarfelag.is
Brynjar Hans Lúðvíksson, yfirþroskaþjálfi brynjar@styrktarfelag.is
Opnunartími er 8.00-16.30 alla virka daga.
Bjarkarás: Stjörnugróf 9
Sími: 414 0540
Lækjarás: Stjörnugróf 7
Sími: 414 0560