Vinnumálastofnun tekur á móti öllum umsóknum um verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu á öllu landinu.
Hægt er sækja um á eftirtöldum stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
- Ás styrktarfélag, Vinna og virkni
- Ásgarður í Mosfellsbæ
- Bæjarhraun í Hafnarfirði
- Dalvegur í Kópavogi
- Geitungarnir í Hafnarfirði
- Gylfaflöt í Reykjavík
- Iðjuberg í Reykjavík
- Ópus vinnu- og virknimiðstöð i Reykjavík
- Skálatún í Mosfellsbæ
- Örvi í Kópavogi
Umsóknarform á vef Vinnumálastofnunar
Eftir að umsókn hefur verið send inn boða ráðgjafar Vinnumálastofnunar umsækjandann í viðtal. Að því loknu er umsóknin tekin fyrir hjá samráðsteymi sem starfar sameiginlega fyrir öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Tillögur teymisins um úthlutun eru síðan sendar til sveitarfélags umsækjandans, sem í framhaldinu tilkynnir niðurstöðuna með bréfi bæði til umsækjanda og ráðgjafa hans á þjónustumiðstöð.