Í ár fær Ingi Þór Hafsteinsson viðurkenninguna „Viljinn í verki“. Viðurkenningin er veitt þeim sem gefa fötluðu fólki aukin tækifæri til almennrar þátttöku í samfélaginu
Viðurkenninguna hlýtur hann fyrir að hafa síðustu 8 ár skipulagt og boðið starfsmönnum Vinnu og virkni í Stjörnugróf til vorveiði í Elliðaánum í Reykjavík.
Ingi Þór var starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur og er þar að auki félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur.
Frumkvæðið af þessum viðburði kemur alfarið frá Inga þór sjálfum.
Árlega tekur hann á móti hópi fatlaðra starfsmanna og tryggir þeim öllum gott aðgengi að ánni þar sem allir fá tækifæri til að renna fyrir fisk. Jafnframt lánar hann allan búnað og kemur með nesti fyrir veiðimennina.
Mikil stemning hefur myndast í kringum þessa veiðidaga enda fá ekki allir tækifæri til að reyna fyrir sér með veiðiskap í Elliðaánum.
Inga Þór var fékk viðurkenninguna á aðalfundi félagsins 23.mars síðastliðinn og þar var Sunna Ósk sem afhenti skjalið, leirskál og blómvönd með aðstoð frá Hebu.
Um leið og Ingi Þór þakkaði fyrir sig tillkynnti hann að þó hann væri hættur störfum þá myndi annar starfsmaður taka við verkefninu og því tryggt að þessi viðburður yrði áfram í boði.
Með fréttinni fylgja myndir frá afhendingu viðurkenningarinnar og nokkrar gamlar og góðar úr veðiðferðum í gegnum árin