Nú er ljóst að við stöndum í sömu sporum og í vor þegar faraldurinn var í hámarki. Fjöldi smita gefur til kynna að það er töluvert samfélagssmit.
Í gær voru boðaðar hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og verðum við að taka þær með í reikninginn í allri okkar þjónustu.
Þetta þýðir að við tökum upp heimsóknabann á heimili félagsins næstu tvær vikur fram til þriðjudagsins 20.október.
Eins og fram hefur komið er grímuskylda fyrir alla sem mögulega geta borið grímur á heimilum og vinnustöðum félagsins í Bjarkarás, Lækjarás, Gróðurhúsi, Ási vinnustofu og Smíkó.
Hér má finna tengil á video sem útskýrir hvernig nota má grímur þannig að þær gagnist vel.
Hér má lesa leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímu.