Skip to main content
search
0

Ás styrktarfélag tók þátt í tveimur verkefnum varðandi ungmennaskipti á vegum Landsskrifstofu ungs fólks í Evrópu (Youth in Europe exchange). Um var að ræða samstarfsverkefni milli félagsins og Associazone  Italiana Persone Down (AIPD).

Félagið tók á móti 10 ítölskum ungmennum og fararstjórum þeirra hér á Íslandi og tveimur mánuðum seinna fóru íslenskir þátttakendur út til Pisa á Ítaliu en þá voru Ítalir í hlutverki gestgjafa.

Markmið með verkefninu var m.a.

  • Að efla sjálfstæði ungs fólks með Downs heilkenni og gefa því tækifæri til að ferðast og kynnast öðru ungu fólki með Downs heilkenni í Evrópu.
  • Að læra af reynslu hvers annars, kynnast aðstæðum og aðbúnaði í ólíkum löndum.
  • Að þátttakendur auki við þekkingu sína á Evrópu og fái tækifæri til að kynnast nýju landi, menningu og þjóð.