Skip to main content
search
0

FREEDOM CHOICE Nordplus Logo

Ás styrktarfélag tók þátt í samstarfsverkefni sem nefndist Freedom of my choice, eða Frelsi til að velja. Verkefnið hófst í júní 2019 og lauk í árslok 2021. Var það fjármagnað með styrkjum frá Nord+ sem er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Samstarfsaðilar voru Jaunuoliu Dienos Centras í Litháen, Foundation Maarja Village í Eistlandi, Jelgava Local Municipality í Lettlandi og Sensus/Medis 5 í Svíþjóð.

Hvert þátttökuland skipaði 6 manna hóp. Í hópunum voru 4 úr hópi fatlaðs fólks og 2 aðstoðarmenn. Markmiðið var að hver þátttakandi úr hópi þeirra fyrrnefndu veldi sér eitt réttindamál til nánari umfjöllunar og kynningar. Hver og einn gerði myndband um efnið og kynnti fyrir fulltrúum hinna hópanna. Í lok verkefnis höfðu þátttakendur öðlast þekkingu og færni til að kynna efnið sitt og voru hvattir til að koma því á framfæri sem víðast.

Vegna heimsfaraldurs þurfti að breyta framkvæmdinni töluvert. Skipulagsfundur var haldinn í Litháen við upphaf verkefnisins. Áætlun gerði svo ráð fyrir ráðstefnum í Lettlandi, Svíþjóð, Íslandi og Eistlandi. Þátttakendum gafst bara færi á að ferðast til Lettlands en allar ráðstefnur eftir það voru haldnar rafrænt. Í október 2021 nýttu Lettarnir sér þó smá hlé sem varð á faraldrinum og komu í 4 daga heimsókn til Íslands. Það urðu fagnaðarfundir og allir þátttakendur ánægðir að kynnast hver öðrum betur. Gestunum var kynnt starfsemi félagsins og miðluðu þeir einnig af sinni reynslu og þekkingu. Auk þess nutu þeir þess að vera túristar á Íslandi.

Freedom of my Choice

As styrktarfelag participated in a two-year partnership with Jaunuoliu Dienos Centras in Lithuania, Jelgava Local Municipality in Latvia, Foundation Maarja Village in Estonia and Sensus/Medis 5 in Sweden. The project was called “Freedom of my choice” and was ongoing from June 2019 til the end of 2021. The idea originated from people with disabilities in Lithuania and was funded by Nord+, which is a part of the Nordic council of ministers.

The project’s focus was on human rights issues. Each country formed a team of six people, four of them with disabilities. Each participant picked a human rights issue of his choice and the team worked together on innovative videos to present their specific issues in an easy to read and easy to understand format.

The pandemic changed the project´s plans in some ways. After the kick-off meeting in Lithuania the participants were ment to travel for meetings in Latvia, Sweden, Iceland and Estonia. They only managed to attend the meeting in Latvia, after that all meetings were held online. In October 2021 the pandemic losened it´s grip for a while and the Latvians seized the opportunity to visit Iceland for a few days.  Both teams shared their experience and knowledge and the guests also enjoyed being tourists in Iceland. The two teams were pleased to get to know each other better and strengthen their connections.


Panevezys júní 2019

Dagana 23. – 26. júní (2019) fóru tveir fulltrúar félagsins til Panevezys í Litháen á fund um samstarfs-verkefni sem nú er að hefjast. Verkefnið verður til tveggja ára og nefnist á ensku „Freedom of my choice“ en það mætti þýða sem Frelsi til að velja.Það er fjármagnað með styrkjum frá Nord+ sem er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Samstarfsaðilar eru auk Litháanna, frá Eistlandi, Lettlandi og Svíþjóð.

Í verkefninu felst að hvert land skipar 6 manna hóp. Í honum eru 4 úr hópi fatlaðs fólks og 2 aðstoðarmenn. Markmiðið er að hver þátttakandi úr hópi þeirra fyrrnefndu velji sér eitt réttindamál til nánari umfjöllunar og útbúi kynningu á því. Þessir aðilar fá æfingu í að kynna sitt efni fyrir fulltrúum samskonar hópa frá hinum þjóðunum. Í lok verkefnis hafa þeir öðlast þekkingu og færni til að kynna efnið sitt og koma því á framfæri enn víðar.

Neðst á síðunni má sjá nokkrar myndir frá fundinum og heimsókn á vinnustað í borginni Panevezys í Litháen.

“Partnering for a freedom of choice”

As styrktarfelag has entered into a two-year partnership with Lithuania, Latvia, Estonia and Sweden on a project called “Freedom of my choice”. The project is funded by Nord +, a part of the Nordic council of ministers.

The idea originates from people with disabilities (PWD) in Lithuania. The project will focus on human rights issues, with each country nominating a team of six people, four of them with disabilities. Each group will focus on a human rights issue of their choice and will work together on innovative ways to present their specific issue in an easy to read and easy to understand format.

A kick-off meeting for the project was held on 24-25th of June in Panevezys, Lithuania with two representatives from As styrktarfelag in attendance.

Below are a few pictures from the meeting and a visit to a workplace in Panevezys.


Jelgava nóv 2019

Dagana 3. – 6. nóvember (2019) fóru fulltrúar frá Ási styrktarfélagi til Jelgava í Lettlandi vegna verkefnisins “Frelsi til að velja”. Þar hittust fulltrúar frá öllum þátttökulöndunum fimm til að kynna réttindin sem hver og einn valdi sér.  Gerð voru kynningarmyndbönd um tiltekin réttindi sem verða sett á netið.

Unnur Jónsdóttir var fulltrúi Íslands að þessu sinni. Hún kynnti réttinn til vinnu á almennum vinnumarkaði. Aðrir kynntu réttinn til upplýsinga á auðlesnu máli, réttinn til að kjósa og til menntunar. Einnig var umfjöllun um hvað það þýðir að hafa val í lífinu.

Við þökkum Agris Dobrovolskis og Ieva Lazdina fyrir frábærar móttökur og aðstoðina við ferðalagið okkar. Allt skipulag í kringum fundina og dagskránna var til fyrirmyndar. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til þess að skoða sig aðeins um í þessu fallega landi.

Hér er tengill á myndband Unnar og annarra þátttakenda í verkefninu.

Hér er tengill á myndband Unnar með íslensku tali og texta

Neðar má sjá myndir frá ferðinni.

Meeting in Jelgava, Latvia

Participants from Ás styrktarfélag travelled to Jelgava, Latvia 3-6 November to participate in a meeting as a part of the Freedom of my choice project. The purpose of the meeting was to bring together individuals from the five participating countries to give a presentation on the human rights they had chosen to focus on. In preparation, videos were made about the individual human rights and made available online.

Unnur Jónsdóttir represented Iceland during the meeting. She gave a presentation on the right to work in a labour market. Other human rights given a focus during the meeting included the right to access easily read information, the right to vote and the right to education. There was also presentation about the question of “what it means to have a choice in life”.

We want to thank Agris Dobrovolskis and Ieva Lazdina for the warm welcome and hosting us. They were of great support around our travel to Jelgava. The organization of the meetings and the programme was nicely put together. It was very enjoyable to get the opportunity to travel to beautiful Latvia.


Netráðstefna október 2020

Ás styrktarfélag tekur þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice eins og áður hefur verið sagt frá.

Samkvæmt áætlun verkefnisins skiptast þátttakendur á að halda fundi í sínu heimalandi.

Við hér á Íslandi skipulögðum heilmikla dagskrá dagana 20. – 23. apríl og mikil tilhlökkun ríkti í hópnum að taka á móti vinum frá Svíþjóð, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Svo fór þó að fresta þurfti fundinum og var ákveðið að reyna aftur í október. Það gekk nú ekki heldur og var því brugðið á það ráð að halda rafrænan fund í gegnum Teams.

Sá fundur fór fram þriðjudaginn 13. október og tókst vel í alla staði. Þátttakendur höfðu gert myndbönd um tiltekin réttindi sem hver og einn hafði valið að vekja athygli á. Eitt myndband kom frá hverju landi. Markmiðið er að halda þessum réttindum á lofti og fræða aðra um þau. Allir höfðu undirbúið sig vel með því að skoða myndböndin og velta fyrir sér hvað væri gott dæmi um þessi réttindi í þeirra landi og hvað mætti betur fara. Niðurstaða umræðunnar var skrifuð niður, þýdd yfir á ensku og kynnt fyrir hinum fulltrúunum á rafræna fundinum.

Björgvin Björgvinsson var fulltrúi Íslands að þessu sinni og kynnti réttinn til aðgengis. Þeir sem þekkja Björgvin vita að baráttan fyrir bættu aðgengi er hans hjartans mál.

Íslenski hópurinn hefur ekki getað fundað eins og oft og hann hefði viljað. Covid-19 faraldur hefur sannarlega sett strik í alla skipulagningu en við erum staðráðin í að finna leiðir til þess að halda áfram að vinna í verkefninu. Þessir fundir okkar hafa reynst dýrmætir til þess að fara í gegnum og ræða réttindi fatlaðs fólks og við erum stöðugt að læra hvert af öðru. Með fréttinni eru sömuleiðis myndir af undirbúningsfundi þar sem allir lögðu sitt að mörkum. Á bak við grímurnar má glitta í aðra meðlimi hópsins Iðunni, Unni og Sigfús.

Við þökkum Eglė Gudžinskienė og Linu Trebiene fyrir frábæra skipulagningu á fundinum og vonum svo sannarlega að þessir góðu vinir og félagar í verkefninu Frelsi til að velja fái tækifæri til að heimsækja okkur á næsta ári og að við getum sömuleiðist hitt þátttakendur í þeirra landi.

Hér er tengill á myndband Björgvins og annarra þátttakenda í verkefninu.

Hér getið þið skoðað myndbandið hans Björgvins með íslensku tali og texta

English version:

Ás styrktarfélag is participating in the ongoing Nord+ project Freedom of My Choice. According to plan each participating country hosts one meeting. Participants were supposed to have one in Iceland last April.

The Icelandic team was looking forward to a visit from their Estonian, Latvian, Lithuanian and Swedish partners and had prepared a full program for three days. Then everything was cancelled because of Covid 19. New dates were set for the visit to take place in October but that wasn´t possible either. The conclusion was for participants to have a digital meeting October 13th and hope for a later chance for the visit.

The participants, also called ambassadors, had made videos on their chosen Right. The goal is to promote these rights and bring them to public attention. The meeting was a success since everyone came well prepared. Each team watched the videos and discussed similarities in their own country before the meeting. At the meeting they came prepared with some good and bad examples from their own experience on the chosen Rights.

Björgvin Björgvinsson was the Icelandic ambassador at this meeting. He chose to promote The Right to Accessibility. Those who know Björgvin are very familiar with his enthusiasm on this matter.


Netráðstefna janúar 2021

Ás styrktarfélag tekur þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice eins og áður hefur verið sagt frá. Covid 19 hefur haft mikil áhrif á þetta verkefni eins og svo margt annð. Í janúar átti að vera fundur í Stokkhólmi. Þar sem ferðalög milli landa eru ekki í kortunum þessi misserin var í staðinn rafrænn fundur á Teams þriðjudaginn 26. janúar.

Þátttakendur hafa gert myndbönd um tiltekin réttindi sem hver og einn hefur valið að vekja athygli á. Eitt myndband kom frá hverju landi og voru allir viðstaddir búnir að skoða myndböndin og fjalla um efni þeirra fyrir fundinn. Þeir ræddu um stöðuna í eigin umhverfi, hvað er vel gert og hvað má betur fara í tengslum við tiltekin réttindi. Markmið verkefnisins er að halda þessum réttindum á lofti og fræða aðra um þau. Niðurstöður umræðna voru þýddar á ensku og kynntar fyrir hinum fulltrúunum á rafræna fundinum.

Iðunn Árnadóttir var fulltrúi Íslands að þessu sinni og kynnti réttinn til að vera hamingjusöm. Hún hefur sína forgangsröðun á hreinu og kann vel að meta það sem stendur hjarta hennar næst. Iðunn er hæfileikarík ung kona með bjarta framtíð.

Við þökkum Eglė Gudžinskienė og Linu Trebiene fyrir góða skipulagningu á fundinum og vonumst til að þátttakendur í verkefninu Frelsi til að velja fái tækifæri til að hittast í raunheimum næsta haust.

Hér er er tengill á myndband Iðunnar og annarra þátttakenda í verkefninu.

Hér er tengill á myndband Iðunnar með íslensku tali og texta

Freedom of our choice

Digital meeting October 26th 2021

Ás styrktarfélag is participating in the ongoing Nord+ project Freedom of My Choice. According to plan each participating country is supposed to host one meeting. This January the meeting should have been held in Stockholm. Covid 19 has affected this project like many other aspects of our lives and made international travels almost impossible. Again the solution was to have a digital meeting which took place January 26th. The participants, also called ambassadors, made videos on their chosen Right. Each team prepared for the meeting by watching the videos and discussing similarities, good examples and bad in their own country. At the meeting participants shared their conclusions. The main goal of Freedom of our choice is to promote these rights and bring them to public attention.

Iðunn Árnadóttir was the Icelandic ambassador at this meeting. She chose to promote The Right to be Happy. She has gotten her priorities right and truly values what she has taken to heart. Iðunn is a young woman with many skills and her future sure looks bright.

We thank Eglė Gudžinskienė og Lina Trebiene for organizing the meeting in this excellent way and hope to be able to meet our partners later this year in the real world.


Heimsókn til Íslands okt 2021

Nú hefur Nord+ verkefnið Frelsi til að velja (e. Freedom of my choice) verið í gangi í rúm tvö ár. Þar er fjallað um ýmis réttindamál fatlaðs fólks í samstarfi við fólk frá Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Vegna heimsfaraldursins fóru fundir þátttakenda að miklu leiti fram með fjarfundabúnaði.

Í haust skapaðist möguleiki á heimsóknum milli landa og nýttu þátttakendur frá sveitafélaginu Jelgava í Lettlandi tækifærið til Íslandsfarar.

Þau voru hér dagana 25. – 29. október og kynntu sér starfsemi félagsins og hvernig þjónustu við fatlað fólk er háttað hér á landi. Jafnframt kenndu þau starfsmönnum í Vinnu og virkni handtökin við sápugerð og ýmsar útfærslur við gerð barmmerkja. Hópurinn skoðaði sérstaklega aðgengismál í miðbæ Reykjavíkur og við nokkra túristastaði á suðurlandi. Þar var líka auðvelt að tengja við önnur réttindi eins og réttinn til hamingju og samfélagsþátttöku. Heimsóknin var skemmtileg og þökkum við Lettunum kærlega fyrir lærdómsríka og skemmtilega samveru.

English version:

Ás styrktarfélag has been participating in the Nord+ project Freedom of my choice for more than two years now. The project is about promoting various Rights of people with Disabilities, other participants come from Sweden, Estonia, Latvia and Lithuania. Due to the pandemic the meetings where largely conducted online.

This fall there was a break in the pandemic which gave the possibility for a transnational meeting. The Latvian team seized the opportunity and came to Iceland for a visit October 25th – 29th. They learned about the services provided in Ás styrktarfélag, had a brief summary of how the Icelandic social system works, legal framework etc. And they taught our workers in Work and Activity how to make soaps and broaches. They had field trips to down town Reykjavik and some tourist sites in the country. The focus was on some of the chosen rights of the ambassadors in each team such as accessibility, happiness and inclusion on the community.

The Icelandic team enjoyed the visit very much and we would like to thank our Latvian colleagues from Jelgava municipality for their contribution and good times spent togeather.