Skip to main content
search
0

Félagið tók þátt í verkefni sem sem nefndist „Ég er til, þess vegna elska ég“ og var að hluta til fjarmagnað af Evrópusambandinu undir merkjum Sókrates-Grundvik áætlunarinnar.  Nokkur Evrópulönd unnu verkefnið í sameingingu. Tilgangur verkefnisins var að efla sjálfsvitund fólks með þroskahömlun um sjáfsmynd þess og kynferði.

Verkefnið var tvískipt, annars vegar könnun á reynslu fólks af því að kenna kynfræðslu og þörf fyrir frekara kennsluefni. Hins vegar voru tekin 108 stöðluð viðtöl við fólk með þroskahömlun til að kanna þekkingu þess. Eftir gagnaöflun var framleiddur geislasdiskur.