Nýtt líf fyrir notaðan efnivið – sjálfbær framleiðsla með samfélagslegu gildi.
Í samfélaginu fellur til mikið magn endurnýtanlegs efnis sem oft fer til spillis – en í því felast verðmæt tækifæri. Ás styrktarfélag hefur mótað skýra umhverfisstefnu sem leggur áherslu á samstarf við fyrirtæki og einstaklinga til að auka hlut endurnýtingar í starfsemi félagsins.
Í vefverslun Áss, sem og í Versluninni Ásum og gróðurhúsinu okkar finnur þú vandaðar og hagnýtar vörur sem eru handunnar af starfsfólki félagsins. Með því að versla við okkur styður þú við atvinnuþátttöku einstaklinga með fjölbreytta hæfni og stuðlar að samfélagi þar sem gildi um ábyrgð, virðingu og umhverfisvitund ráða för.
Handgert af einstaklingum með fjölbreytta færni. Með kaupum á vörum frá vinnustofum Ás styður þú við mikilvægt samfélagsverkefni og að auknu jafnrétti á vinnumarkaði – Takk fyrir að standa með okkur.