31.01.2024.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag fyrir vestanvert landið.
Samkvæmt veðurfræðingi má gera ráð fyrir V 15-22 m/s suðvestanlands um og upp úr hádegi og stendur í um 3 klst. Mikið skafrenningskóf og skyggni verður um tíma innan við 100 metrar, ekki síst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við og fylgjast vel með færð.
Við hvetjum fólk til að fara ekki út í tvísýnt veður en vinnustaðir félagsins verða opnir.
Auðlesinn texti: Vinnustaðir félagsins eru opnir í dag, en það er vont veður og við biðjum fólk um að fara varlega.