Skip to main content
search
0

Veðurviðvörun 06.02.2025

05.02.2025 kl 20.00.

Vinnustaðir félagsins, Ási vinnustofu og Stjörnugróf, verða opnir á morgun fimmtudag 06.febrúar. 
Það verður vont veður.
Bílarnir keyra ekki milli 08.00 og 13.00.
Við biðjum alla um að fara varlega.

Vinnustaðir félagsins, Ás vinnustofa og Stjörnugróf verða opnir fimmtudag 06.febrúar.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veður viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið milli kl 08.00 og 13.00.
FÓLK ER HVATT TIL HALDA SIG HEIMA Á MEÐAN ÓVEÐRIÐ GENGUR YFIR Á MORGUN OG VERA EKKI Á FERÐINNI AÐ NAUÐSYNJALAUSU.
Pant, sem sinnir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, mun ekki keyra milli 08.00 og 13.00 en fara af stað eftir það ef veður leyfir.
Samkvæmt veðurfræðingi má gera ráð fyrir suðvestan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Ekkert ferðaveður.
Við hvetjum fólk til að fara ekki út í tvísýnt veður.

Eldri fréttir frá félaginu