Um miðjan nóvember fór fram hið árlega spilamót með pompi og prakt. Spilakeppnin hefur verið haldin frá 2010 (með undantekningu vegna Covid árið 2022) í Ási vinnustofu undir stjórn Sigfúsar Svanbergssonar og Trausta Júlíussonar.
Vel yfir 100 manns tóku þátt og skapaðist skemmtileg stemning.
Spilakeppnin nýtur mikilla vinsælda bæði á meðal leiðbeinenda og starfsfólks. Þetta er útsláttarkeppni þar sem spilaður er Ólsen Ólsen og fyrirkomulagið er þannig að sá keppandi sem er fyrri til að vinna tvö spil kemst áfram í næstu umferð, en hinn er úr leik.
Til úrslita mættu 4 keppendur; Iðunn Árnadóttir af svæði 1 (sigurvegar), Jón Grétar Höskuldsson af svæði 3 (sem varð í öðru sæti), Þórður Guðlaugsson af svæði 2 (sem varð í þriðja sæti) og Guðmundur Rúnar (sem varð í fjórða sæti).
Við óskum Iðunni hjartanlega til hamingju með sigurinn, vel að verki staðið.
Hér er listi yfir sigurvegara mótsins frá upphafi
2010 FÚSI
2011 REYNIR
2012 SOFFÍA RÚNA
2013 VAKA
2014 HALLA JÓNS
2015 FRÍÐA
2016 HALLA JÓNS
2017 FÚSI
2018 EDDA
2019 EINAR HERMANN
2020 FÉLL NIÐUR VEGNA COVID
2021 BJARNHILDUR
2022 KRISTJANA
2023 HALLA PÁLS
2024 IÐUNN