
Garðabær samdi við félagið fyrir 2 árum um umsjón með byggingu íbúðakjarna fyrir bæinn að Unnargrund 2. Nú er þeirri framkvæmd að ljúka. Húsið verður afhent fullklárað með lóð og öllu í júlí, tilbúið til búsetu.
Fyrirmynd að þessu eru þeir kjarnar sem félagið hefur byggt t.d. á Klukkuvöllum og hafa reynst mjög vel til búsetuþjónustu fyrir alla án skilgreingar á fötlun. Nú þegar er búið að bjóða 6 manns búsetu í þeim 6 íbúðum sem í boði eru og hafa allir þegið það boð.
Verið er að vinna að gerð þjónustusamnings við Garðabæ um alla þjónustu við íbúana og umsjón hússins.