Í gegnum tíðina hefur Ás vinnustofa fengið mikið af ýmis konar textíl- og vefnaðarvörum gefins frá velunnurum sínum. Hlutir sem þjóna ekki lengur tilgangi hjá fyrri eigendum hafa í höndum starfsmanna Áss orðið upphaf að nýjum og spennandi verkefnum.
Við látum umhverfis- og endurvinnslumál okkur mikið varða og því varð nýtt verkefni að veruleika í upphafi árs. Fjölnota gjafapokar sem koma í stað einnota gjafapappírs.
Það sem gerir gjafapokana okkar einstaka er að margir starfsmenn koma að hönnun og framleiðslu á hverjum poka fyrir sig allt eftir getu hvers og eins. Hver poki á sína sögu og starfsmennirnir njóta þess að skapa þá sögu. Gjafapokana er hægt að gefa áfram frá manni til manns og gleðja þannig fleiri.
Pokarnir kosta 500 krónur og eru seldir í versluninni hjá okkur í Ögurhvarfi 6 þar sem er opið frá 09.00-15.30. Með því að eiga viðskipti við verslunina Ása tryggið þið að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.
Auðlesinn texti:
Starfs-fólk í Ási-vinnustofu er að búa til umhverfis-væna gjafa-poka.
Pokana er hægt að nota oft og þeir eru ólíkir og eiga hver sína sögu.
Pokarnir kosta 500 krónur og eru seldir í búðinni í Ási vinnustofu.
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.