Skip to main content
search
0

 

Umhverfisstefna 2022 – 2027

Stefna félagsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem takmarka neikvæð umhverfisáhrif eins og unnt er í allri starfsemi sinni. Með umhverfisstefnu leitast félagið við að innleiða jákvæð viðhorf til umhverfisverndar.

 Umhverfisstefna Áss styrktarfélags felur m.a. í sér:

  • Að markvisst verði unnið að flokkun þeirra afurða er falla til á heimilum og vinnustöðum og þeim komið til endurvinnslu.
  • Notkun pappírs og einnota umbúða sé almennt stillt í hóf.
  • Afurðir innan félags séu endurnýttar eins og mögulegt er.
  • Leitað verður eftir verkefnum og samstarfi við fyrirtæki og aðila til að auka þátt endurvinnslu og endurnýtingu hjá félaginu.
  • Allri notkun á vatni og rafmagni sem og öðrum auðlindum sé stillt í hóf og farið vel með. Umsjón húseigna taki mið af þessu.
  • Að horft sé til umhverfisáhrifa í öllum innkaupum félagsins.
  • Að í allri starfsemi félagins sé miðað að því að matarsóun sé í lágmarki.

Leiðir:

  • Á öllum vinnustöðum er aðstaða og leiðbeiningar til að flokka sorp.
  • Við innkaup á ræstivörum og þess háttar vörum sé horft til umhverfisvottunar.
  • Innleiðing og kynning umhverfisstefnu árlega.
  • Að fræða fatlað fólk um mikilvægi þess að umgangast umhverfið af virðingu.
  • Að hvetja fólk til að nota vistvænar samgöngur.
  • Aðstaða fyrir hjólreiðafólk
  • Aðstaða til hleðslu rafbíla – gegn gjaldi.

 Samþykkt af stjórn 15.03.2022