Ás styrktarfélag er almannaheillafélag sem hefur það meginhlutverk að veita þjónustu við fatlaða einstaklinga í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Félagið veitir þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, og reglugerðum tengdum þeim. Öflug persónuvernd er Ási styrktarfélagi kappsmál og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd, sem nú eru lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (hér eftir „persónuverndarlög“).
Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er lýst hvernig Ás styrktarfélag., kt. 630269-0759, Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi (hér eftir „félagið“ eða „við“ ) stendur að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um einstaklinga í tengslum við starfsemi félagsins (hér eftir einnig „þú“).
Yfirlýsing þessi nær til notenda þjónustu, þ.m.t. íbúa í búsetu, einstaklinga sem sækja vinnu eða dagþjónustu hjá félaginu og starfsnema í Project SEARCH, félagsmanna, einstaklinga sem gefa félaginu gjafir eða styrki, samstarfsaðila, birgja, verktaka og einstaklinga sem eru í forsvari fyrir lögaðila sem eiga í viðskiptasambandi við félagið. Yfirlýsing þessi nær einnig eftir atvikum til annarra einstaklinga, t.d. þeirra sem eiga í samskiptum við félagið og þeirra sem heimsækja starfstöðvar og heimasíðu Áss styrktarfélags. Um vinnslu á persónuupplýsingum starfsumsækjanda, starfsmanna og stjórnarmanna er fjallað í sérstakri persónuverndaryfirlýsingu.
Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga þegar einstaklingar:
- nota þjónustu hjá félaginu
- stofna til viðskipta við okkur
- eiga í samskiptum við okkur vegna þjónustu- eða viðskiptasambands
- hafa samband við félagið, hvort sem það er í gegnum tölvupóst, síma eða samfélagsmiðla
- heimsækja heimasíðu okkar, styrktarfelag.is eða samfélagsmiðlasíður okkar
- heimsækja starfstöðvar okkar eða heimili á okkar vegum
Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa Áss styrktarfélags, í gegnum netfangið personuvernd@styrktarfelag.is, ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við meðferð persónuupplýsinga hjá félaginu eða ef þú hefur ábendingar eða vilt nýta þér réttindi þín sem persónuverndarlög veita.
Ás styrktarfélag áskilur sér rétt til að endurskoða og yfirfara persónuverndaryfirlýsingu þessa reglulega og uppfæra eftir þörfum.
Síðast var yfirlýsingin uppfærð þann 04.11.2024