Skip to main content
search
0

 

Hjá Ási styrktarfélagi er til áætlun um aðgerðir til að draga úr afleiðingum ófyrirséðra áfalla. Hún kallast áfallaáætlun.

Á hverri starfsstöð félagsins eru möppur með upplýsingum um viðbragðsferla og aðgerðir ásamt lista  yfir þá aðila sem ber að hafa samband við komi upp aðstæður sem bregðast þarf við.

Hjá félaginu er starfandi er öryggisnefnd og vinnuhópur sem heldur utan um þessi mál og sér til þess að gögn séu reglulega uppfærð.

Áfallaáætlun Áss styrktarfélags

Áfallaáætlun er ætlað að vera leiðarvísir og rammi um viðbrögð við hvers kyns ófyrirséðum áföllum, tryggja öryggi þeirra sem njóta þjónustu og starfa hjá Ási styrktarfélagi og lágmarka tjón. Áætlunin miðar að því að hægt sé að bregðast hratt og örugglega við hvers kyns áföllum sem upp kunna að koma.

Markmið áætlunarinnar er að koma í veg fyrir afleiðingar áfalla eins og hægt er með forvörnum. Upplýsa starfsmenn og veita nauðsynlega fræðslu. Áætlunin er útfærð og aðlöguð starfsemi Áss styrktarfélags til að tryggja sem best órofinn rekstur og þjónustu vegna ófyrirséðra atburða/áfalla. Ábyrgð á áætlun þessari er í höndum framkvæmdastjóra og stýrihóps Áss styrktarfélags.

Áætluninni verður ekki dreift á pappír, hana er að finna á heimasíðu félagsins. Einnig er hún vistuð á samskrá félagsins, þar er einnig að finna fræðsluefni tengt þeim áföllum sem kunna að hafa áhrif á starfsemina og þarf að bregðast við. Áætlunin er kynnt fyrir starfsmönnum sem hefja störf hjá félaginu (í nýliðafræðslu) og rifjuð upp reglulega á starfsmannafundum. Áætlunin verður uppfærð og endurskoðuð eins oft og þurfa þykir og í heild sinni árlega.

Forvarnir

Algengast er að veður orsaki vá á íslandi. Mikilvægt er að huga að forvörnum. Áföll af völdum náttúruhamfara af einhverjum toga eru ávallt yfirvofandi og mikilvægt að gera þær ráðstafanir sem mögulegt er til að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum.

Aðrir algengir þættir er orsaka vá eru eldsvoði og sjúkdómar. Forvarnir gegna lykilhlutverki þar sem þær geta komið í veg fyrir alvarleg atvik.

Helstu forvarnir sem mikilvægt er að sinna eru:

  • Fárviðri: Festa lauslega muni til að forðast tjón af völdum foks, sérstaklega skal huga að þakplötum, þakrennum og grindverkum.
  • Flóð: Tryggið að dren og niðurföll séu hreinsuð reglulega. Gerið ráðstafanir til að vatn geti ekki komið upp úr niðurföllum.
  • Smitvarnir: Gæta vel að persónubundnum sóttvörnum með hreinlæti og notkun hlífðarbúnaðar þegar slíkt á við.
  • Ísing / hálka: Tryggja skal að tröppur og gangstéttir séu ekki ísilagðar. Hreinsaðar og sandaðar eða saltaðar þegar þörf er á. Eins skal tryggja bílastæði á sama hátt ef ísing myndast.
  • Jarðfræðileg vá / jarðskjálftar:
    • Huga skal að því að hafa þunga hluti neðst í hillum eða festa á undirstöður.
    • Festið myndir, veggklukkur, ljósakrónur og aðra veggfesta muni í lokaðar lykkjur.
    • Ganga frá vörum og efnisbirgðum þannig að þær geti ekki fallið niður og valdið skaða. Festa hillur, skápa og þunga muni við vegg eða gólf.
    • Hafið húsgögn sem eru á hjólum í læstri stöðu þegar ekki er verið að nota þau. Setjið öryggislæsingar á skáphurðir.
    • Festa sjónvörp, tölvur og önnur tæki á undirlag. Setja öryggisfilmur í stóra glugga sem geta brotnað. Fyrirbyggja að munir geti fallið á svefnstæði.
    • Láta yfirfara niðurhengd loft og upphækkuð gólf með tilliti til þess að þau séu á lokuðum ramma.
    • Festa tryggilega kynditæki og ofna.
    • Staðsetja hættuleg efni neðst í lokuðum skáp eða setja fallvarnir þar sem hættuleg efni eru geymd í hillu til að tryggja að umbúðir geti ekki rofnað.
    • Tryggið að starfsmenn séu meðvitaðir um hvar inntak vatns og rafmagns er og hvernig eigi að loka fyrir vatn.
    • Takið reglulega afrit af tölvugögnum eða sjáið til þess að það sé gert.
  • Eldgos:
    • Rýmingaráætlun skal vera til á hverjum stað.
    • Tryggja að starfsmenn þekki viðbrögð við eldgosi.
  • Eldsvoði:
    • Virk og uppfærð rýmingaráætlun skal vera á hverjum stað. – endurskoðuð árlega og reglulega æfð.
    • Passa skal að rafmagnsinnstungur og rafmagnssnúrur séu ekki ofhlaðnar.
    • Geyma eldfim efni í eldtraustum hirslum, fjarri hitagjöfum.
    • Starfsfólk sæki fræðslu um eldvarnir.
    • Fylgja eftir gefnum athugasemdum eldvarnareftirlits.
  • Slys:
    • Sjá til þess að öryggistrúnaðarmenn fari reglulega um vinnustaðinn til að koma auga á atriði sem geta valdið slysum.
    • Kanna öll slys og halda skráningu um þau með það fyrir augum að reyna að koma í veg fyrir að sams konar slys endurtaki sig.
    • Starfsfólk fari á námskeið í vinnuvernd og miðli til annarra starfsmanna.
    • Starfsfólk fari á skyndihjálparnámskeið.
    • Sjá til þess að nýliðafræðsla um öryggismál og viðbragðsáætlun sé gerð skipulega.
  • Truflanir á samgöngum:
    • Ef útlit er fyrir að truflun verði á samgöngum vegna veðurs skal gera ráðstafanir til að truflunin hafi sem minnst áhrif á þá sem njóta þjónustunnar. Fylgist með tilkynningum frá veðurstofu, vegagerð, lögreglu, almannavörnum og ferðaþjónustuaðilum.
    • Haldið kyrru fyrir og gerið ráðstafanir til að tryggja öryggi.
  • Rafmagnsbilanir:
    • Starfsmenn viti hvar rafmagnsinntak er og rafmagnstöflur.
    • Símanúmer rafvirkja/tengiliða vegna rafmagnsbilana er í öryggismöppu á hverjum vinnustað fyrir sig.
    • Starfsmenn viti um  vasaljós/útvarpstæki  sem  ganga fyrir batteríi varaaflsgjöfum (batterý) sé því viðkomið.
  • Vatnsleiðslubilanir:
    • Tryggja að starfsmenn viti hvar vatnsinntak er.
    • Símanúmer tengiliða er varða vatnslagnir er að finna í öryggismöppu á hverjum stað fyrir sig.
    • Símanúmer tryggingafélags er að finna í öryggismöppu á hverjum vinnustað fyrir sig.
  • Skolplagnir:
    • Tryggja eðlilegt viðhald á skolplögnum. Símanúmer viðgerðaraðila skolplagna og meindýraeyðis er að finna í öryggismöppu á hverjum vinnustað fyrir sig.
  • Símkerfi:
    • Símanúmer þjónustuaðila símkerfis er að finna í neyðarmöppum á hverri starfsstöð fyrir sig.
  • Sprengjuhótanir,  fjöldamótmæli, hermdar- og hryðjuverk:
    • Halda skal vörnum bygginga þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang.
    • Tryggja skal að óviðkomandi hafi ekki aðgang að tækni og öryggisbúnaði vinnustaðarins.
    • Tryggja skal að starfsfólk viti hvernig bregðast skal við ef slík tilvik koma upp.

Öryggisbúnaður á vinnustöðum

  • Öryggismöppur eru á hverjum vinnustað fyrir sig. Mikilvægt er að allir starfsmenn viti hvar þær er að finna og þekki innihald þeirra. Forstöðumenn bera ábyrgð á að möppurnar séu uppfærðar og í lagi.
  • Neyðartöskur eru á öllum heimilum á vegum félagsins. Mikilvægt er að hver starfsmaður þekki staðsetningu þeirra, innihald og í hvaða tilvikum má grípa til þeirra. Forstöðumaður sér um að innihald sé yfirfarið og endurnýjað reglulega.
  • Rýmingaráætlun skal vera sýnileg á öllum vinnustöðum félagsins.
  • Slökkvitæki, eldvarnarteppi, brunaslöngur skulu vera til staðar, yfirfarin og í lagi.
  • Eldvarnarhólf/hurðir skulu vera til staðar og í lagi.
  • Neyðarútgangar greiðfærir og brunastigar ef við á.
  • Kostur að til staðar séu skýrar rýmingarteikningar sem sýna hvar viðkomandi er staddur og örvar á útgönguleiðir.

Ofangreind atriði eru yfirfarin og æfð eins oft og hægt er til að tryggja að starfsmenn kunni rétt viðbrögð.

Viðbragðsáætlun

Almannavarnastig

Viðbragðsáætlunum almannavarna er skipt í þrjú stig sem skilgreina alvarleika þess ástands sem steðjar að.  Almannavarnastigin eru: Óvissustig, Hættustig, Neyðarstig og Þjóðarvá

Óvissustig einkennist af atburðarás sem er á byrjunarstigi eða hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna hverju sinni.

Til dæmis Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Atburði er sinnt af fáum viðbragðsaðilum

Hættustustig. Ef hættumat leiðir í ljós að hætta fer vaxandi verður að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja. Slíkt er gert með því að efla viðbúnað neyðar- og öryggisþjónustunnar á viðkomandi svæði, ásamt því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða s.s. rýmingar, brottflutnings eða lokunar svæða. Einnig eru leiðbeiningar og viðvaranir einkennandi fyrir þetta stig.

Til dæmis ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða. Eins ef auka þarf viðbúnað og sóttvarnarráðstafanir vegna yfirvofandi farsóttar.

Alvarlegur atburður og sinnt af mörgum viðbragðsaðilum

Neyðarstig einkennist af atburði sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirkjum. Verkefni á þessu stigi einkennast af tafarlausum aðgerðum til lífsbjargandi aðstoðar og viðleitni til að afstýra fleiri slysum og varna frekara tjóni.

Til dæmis þegar slys eða hamfarir hafa orðið eða þegar heilbrigðisöryggi manna er ógnað svo sem vegna farsótta.

Mjög umfangsmikill atburður á mörgum svæðum

Þjóðarvá

Hamfarir eða atburðir sem hafa áhrif á mörg umdæmi á sama tíma.

Fyrstu viðbrögð starfsmanna í eftirfarandi röð:

  1. Tryggja öryggi sitt
  2. Tryggja öryggi annarra
  3. Tryggja öryggi starfseminnar/vinnustaðarins og umhverfisins.

Þegar hættu- og neyðarástand skapast tekur neyðarstjórn við

  • Neyðarstjórn skipa: Þóra Þórarinsdóttir, Erna Einarsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir
  • Varamenn eru: Valgerður Unnarsdóttir

Atburðir, staðhættir, alvarleiki og umfang atviks geta haft áhrif á það hvort styrkja þarf hópinn enn frekar.

Neyðarlistar með símanúmerum tengiliða fyrir alla sem starfa og eru í þjónustu eru í áfallamöppum á hverjum stað fyrir sig og skulu vera réttir og uppfærðar að minnsta kosti 2x á ári, oftar ef þurfa þykir.

Meðan neyðarástand varir fundar neyðarstjórn eins oft og þurfa þykir til að tryggja nauðsynlegt upplýsingastreymi til ábyrgðaraðila áætlunar, stjórnar Áss, forstöðumanna, ráðgjafa, starfsmanna og skilgreindra verkefnahópa. Neyðarstjórn kemur upplýsingum til forstöðumanna í tölvupósti og síma.

Ef þess er nokkur kostur skulu forstöðumenn skoða tölvupóst á eftirtöldum tímum: kl:  9.00, 12.00, 16.00 og 21.00.

Á hverri starfsstöð fyrir sig eru haldnir upplýsingafundir til að upplýsa um stöðu mála og útdeila verkefnum.

 

Gagnlegir tenglar:

https://www.almannavarnir.is/forvarnir-og-fraedsla/fraedsluefni/

https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldgos/vidbrogd/

https://www.almannavarnir.is/wp-content/uploads/2016/04/Heilsutjon_Oskufall_20100420-linkar.pdf

https://www.almannavarnir.is/natturuva/farvidri_ofsavedur/

https://www.almannavarnir.is/natturuva/flod/

https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/krjupa-skyla-halda/

https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/varnir-gegn-jardskjalfta/

https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/vidbrogd-vid-jardskjalfta/

https://www.almannavarnir.is/natturuva/oskufall/

 

Ábyrgðaraðilar áætlunar:

Þóra Þórarinsdóttir(ÞÞ) framkvæmdastjóri, netfang: tora@styrktarfelag.is

Hrefna Sigurðardóttir (HS) ráðgjafaþroskaþjálfi , hrefnas@styrktarfelag.is

Ás styrktarfélag, Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi, s: 414-0500

netfang: styrktarfelag@styrktarfelag.is

 

Uppfært í nóv 2024