Skip to main content
search
0

Nokkur ártöl úr sögu Áss styrktarfélags

1958

Félagið er stofnað af foreldrum og áhugafólki. Á stofnfundi, sem haldinn var 23. mars, í Kirkjubæ, félagsheimili Óháða safnaðarins, voru samþykkt lög fyrir félagið og stjórnarkjör fór fram. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri og gegndi hann því starfi til ársins 1975. Aðrir í stjórn voru: Guðmundur St. Gíslason, varaformaður, Sigríður Ingimarsdóttir, ritari, Aðalsteinn Eiríksson og Kristrún Guðmundsdóttir, meðstjórnendur. Varastjórn skipuðu Fanney Guðmundsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Páll Líndal, Vilhelm Håkansson og Halldór Halldórsson.

1959

Ingólfur Þorvaldsson ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 1959-1962

Styrktarsjóður vangefinna, með tekjum af seldum öl- og gosdrykkjaflöskum var stofnaður 1. júlí. Var hann í vörslu Félagsmálaráðuneytisins, en Styrktarfélagið hafði ávallt tillögurétt um fjárveitingar.
Fyrsti starfsmaður félagsins var Þórdís Guðmundsdóttir, en hún hóf störf um haustið, þegar gerð var fyrsta tilraun til reksturs leikskóla hér í borg fyrir 5 fötluð börn í leiguíbúð.

1960

Styrktarfélagið varð aðili að rekstri Skálatúnsheimilis í Mosfellssveit

1961

Lyngás, fyrsta dagheimilið sett á fót í júní. Sálfræðingur, læknir, sjúkraþjálfari og kennari voru  ráðnir strax í upphafi starfseminnar.

1962

Þórður Hjaltason ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 1962-1964

1964

Helgi Bergsson ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 1964-1965

1965

Erlendur Sigmundsson ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 1965-1967

1967

Torfi Tómasson ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 1967-1977

1971

Bjarkarás tekur til starfa 18. nóv. Þar eru núna u.þ.b. 50 manns í hæfingu.

1975

Magnús Kristinsson kosinn formaður stjórnar félagsins og gengdi því starfi til ársins 1993

1976

Sambýlið að Sigluvogi 5, elsta sambýli félagsins, tekið í notkun í mars.
Framkvæmdasjóður öryrkja og þroskaheftra fjármagnaður af ríkissjóði tekur við af Styrktarsjóði vangefinna.
Reglugerð um sérkennslu var gefin út 1. júní.

1977

Tómas Sturlaugsson ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 1977-1997

1980

Sambýlið Auðarstræti 15 sett á laggirnar 29.nóvember. Húsnæðinu hefur nú verð breytt í íbúðarsambýli með fjórum íbúðum.
Lög um aðstoð við þroskahefta tóku gildi 1. janúar.

1981

Lækjarás opnaður í október. Þar eru nú ca.35. manns.
Vinnustofan Ás byrjar rekstur 22. október í  húsakynnum Lækjaráss. Fyrstu starfsmenn Áss voru frá Bjarkarási.
Skrifstofa félagsins flytur í eigið húsnæði að Háteigsvegi 6.

1983

Byggingaframkvæmdir hefjast við raðhúsin í Víðihlíð 5-11.
Sambýli tekur til starfa 29. september að Háteigsvegi 6.
23.mars taka gildi ný lög um málefni fatlaðra og „Framkvæmdasjóður fatlaðra“ tekur við af „Framkvæmdasjóði öryrkja og þroskaheftra“.

1984

Vinnustofan Ás flytur að Brautarholti 6. Batnaði þá aðstaðan til muna og    starfsmönnum fjölgaði

1985

Skammtímavistun opnuð í Víðihlíð 9.
Tvö ný sambýli sett á fót í Víðihlíð 11 í janúar og Víðihlíð 7 í nóvember.

1986

Sambýli tekur til starfa í Víðihlíð 5.

1987

Félagið festir kaup á fjórum fyrstu íbúðunum í byrjun árs. Fluttu þá 9 manns af sambýlum í þessar íbúðir.

1988

Dagdeild, rekin í tengslum við Lækjarás, opnuð að Blesugróf 31. Húsið er í eigu Öryrkjabandalags Íslands.

Skammtímavistun fyrir einhverfa tekur til starfa í húsinu, en var áður í íbúð félagsins við Búðargerði.

Sambýli sett á fót í húseign Öryrkjabandalags Íslands að Blesugróf 29.

1989

Fest kaup á rishæð í austurhluta hússins að Brautarholti 4 vegna stækkunar Vinnustofunnar Áss. Starfsmenn þar eru nú um 45.
Leikskóli tekur til starfa að Læk fyrir börn starfsmanna.

1990

Framkvæmdir hefjast við stækkun Lyngás.

1991

Nýbygging tekin í notkun við Lyngásheimilið á 30. afmælisári þess.

1993

Skammtímavistun fyrir einhverf börn og unglinga tekur til starfa að Þykkvabæ 1.

Hafliði Hjartarson kosinn formaður stjórnar félagsins og gengdi því starfi til ársins 1999
Ný lög um málefni fatlaðra öðluðust gildi 1. september.

Gróðurhús tekið í notkun við Bjarkarás.

1994

Skammtímavistun einhverfra flytur frá Þykkvabæ 1 að Hólabergi 86 í nýtt húsnæði Félagsmálaráðuneytisins.

Fest kaup á nýju skrifstofuhúsnæði að Skipholti 50c.

1995

Skrifstofa félagsins flytur í febrúar í húsnæðið að Skipholti 50c.
Deild fyrir unglinga í Lyngási tekin í notkun í hluta gamla skrifstofuhúsnæðisins að Háteigsvegi 6.

1996

Sambýlið að Víðihlíð 11. Íbúar flytja að Barðavogi 19, einbýlishús í eigu Öryrkjabandalags Íslands, og nýir flytja inn

Gróðurhúsið í Bjarkarási fær vottun um lífræna ræktun frá Vottunarstöðinni Túni þann 6. júní.

1997

Sambýlið að Sigluvogi 5 flytur í Láland 23, hús í eigu Öryrkjabandalags Íslands.

1998

Ný lögræðislög taka gildi 1. janúar.

Kristján Sigumundsson ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 1998-2001

1999

Sambýlið í Víðhlíð 11 tekið aftur í notkun.

Friðrik Alexandersson kosinn formaður stjórnar félagsins og gengdi því starfi til ársins 2007

2000

Einkarými stækkað í sambýlunum Víðihlíð 5, 7, og 11. Þjálfunaríbúðin og Leikskólinn Lækur lögð niður.
Skammtímavistirnar Hólaberg og Víðihlíð 9 flytja yfir til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Reykjavík.

2001

Víðihlíð 9 leigð tímabundið til Svæðisskrifstofu Reykjavíkur

Þóra Þórarinsdóttir ráðinn framkvæmdarstjóri félagsins frá 2001

2002

Húsvarðaríbúð í Bjarkarási standsett fyrir ný dagúrræði

Skrifað undir þjónustusamning við Félagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík þann 18. desember

2003

Gagngerar endurbætur gerðar á Víðihlíð 9 og það gert að sambýli

45 ára afmæli félagsins þann 23. mars og útgáfa bókarinnar „Að flytja að heiman“

Selið, dagþjónusta fyrir fólk með atferlisraskanir opnað þann 3. apríl

2004

Sótt um lóð til Reykjavíkurborgar og húsnæði að Fýlshólum 11 tekið á leigu undir sambýli

Ráðstefnan Átaks er þörf, ráðstefna um öldrun

Opnað íbúðasambýli að Háteigsvegi 6 þann 1. desember

2005

Youth in Erurope ungmennaskipti í samstarfi við AIPD á Ítalíu

RVV, rannsóknarverkefni um viðhorf og væntingar sérdeildanemenda framhaldskóla

Úthlutun lóðar að Langagerði 122

2006

Formleg innleiðing á stefnum félagsins á Grand hóteli 28. janúar

Tveggja ára Sókrates verkefni „I am ergo I love“ lokið

2007

Breyttur lífsstíll nefnist eitt verkefnið sem snýr að heilsueflingu, breyttum lifnaðarháttum með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Þar er sérstaklega horft til þess hóps sem kominn var í áhættu vegna ofþyngdar. Í fyrsta hópnum voru fjórir einstaklingar og stóð átakið yfir í eitt ár. Var almenn ánægja innan hópsins hvernig til tókst og enginn vafi á að átakið skilaði betri heilsu og líðan þátttakenda.

Allt að vinna! er atvinnuverkefni sem starfar eftir þeirri hugmyndafræði að þau fyrirtæki sem tilbúin eru til þátttöku í verkefninu fái fræðslu og tilsögn um hvernig utanumhald nýs starfsmanns verði háttað. Fyrirtækið útvegar svokallaðan tengil, sem er starfsmaður innan þess, til að aðstoða nýjan starfsmann í vinnunni og vera honum innanhandar eins og þurfa þykir. Áhersla er lögð á að starfsmaðurinn sé fullgildur sem slíkur innan fyrirtækisins og komi ekki inn í gegn um samninga Tyggingarstofnunar. Þar að auki er hægt að ráða sig hlutastarf, og þá án þess að missa réttinn til þess starfs sem einstaklingurinn hefur stundað áður, til dæmis á vernduðum vinnustofum.

Könnun á högum fólks með þroskahömlun 45 ára og eldra. Í tilefni af Evrópuári jafnra tækifæra veitti Félagsmálaráðuneyti ýmsa styrki til félagasamtaka og Ás styrktarfélag hlaut styrk til þessa verkefnis. Markmiðið var að fá upplýsingar og skoða aðstæður og lífsgæði þroskahamlaðra einstaklinga sem voru eldri en 45 ára. Vera í samráði við notendur og frá fram óskir um hvernig best sé að skipuleggja umhverfi og þjónustu til framtíðar. Könnunin náði til landsins alls, félagið sá um gerð spurningarlistans og framkvæmd könnunarinnar en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um úrvinnslu.

Þekkingarsetur um samskipti kynjanna og kynlífshegðun er enn eitt verkefnið sem styrktarfélagið hefur veitt brautargengi. Þekkingarsetrið kemur til með að sinna útgáfu á efni fyrir þroskaskerta, foreldra þeirra og starfsmanna eftir því sem við á. Einnig verða í boði námskeið, fyrirlestrar og meðferðarúrræði eftir því sem tími vinnst til. Stefnt er að víðtæku samstarfi á landsvísu.

Stórt skref var stigið í kjaramálum fólks með þroskahömlun þegar félagið skrifaði undir kjarasamning við Eflingu stéttarfélag um aukin réttindi og aðild fólks með þroskahömlun að verkalíðsfélagi með þeim réttindum og skildum sem það veitir.

Byggingarnefnd félagsins hefur starfað óslitið í tæp tvö ár að því að koma upp íbúðarsambýli að Langagerði 122. Lyklar af íbúðunum voru afhendir íbúum þann 30. apríl síðastliðinn.

Nafnabreyting á félaginu hefur verið til umræðu um nokkurt skeið og skiptar skoðanir á hvort breyta eigi nafninu eða ekki. Skipuð var nafnanefnd með samþykki stjórnar og skilaði hún tillögum sínum til stjórnar á haustmánuðum 2007. Var ákveðið að leggja fram tillögu um nafnabreytingu á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn yrði 12. mars 2008. Á þeim fundi var nafnabreytingin samþykkt og nýtt nafn félagsins, Ás styrktarfélag, staðreynd. 2008 er 50 ára afmælisár styrktarfélagsins og verða haldnar ýmsar uppákomur tengdar þeim tímamótum yfir árið.

Sumar í borg. Félagið hefur um árabil verið með sumardvalir í boði, þar sem fólk getur sótt um vikudvöl eða lengur.  Sumar í borg er hins vegar  tilraunaverkefni og hannað fyrir þá sem ekki vilja gista að heiman í sumarleyfi sínu. Markmiðið með verkefninu er að auka fjölbreytni og koma betur til móts við mismunandi þarfir. Verkefnið gefur fólki  í búsetuþjónustu hjá félaginu kost á að vera „ferðamenn“ á höfuðborgasvæðinu og nágrenni.

Sigurður Þór Sigurðsson kosinn formaður stjórnar félagsins og gengdi því starfi til ársins x

2008

Opnuð búsetuþjónusta að Langagerði 122. Þar búa sex einstaklingar í jafn mörgum íbúðum.

Eftirtaldir voru gerðir að heiðursfélaga 06.05.2008 og þakkað þannig fyrir góð störf í þágu félagsins; Ágúst Pétur Haraldsson, Friðrik Alexandersson, Friðrik Friðriksson, Guðmunda Vigfúsdóttir, Gunnlaug Emilsdóttir, Hafliði Hjartarson, Halldóra Sigurgeirsdóttir, Helga G. Hjörleifsdóttir, Hrefna Haraldsdóttir, Hörður Sigþórsson, Jónína Bryndís Sigurðardóttir, Konráð Stefán Konráðsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Þórdís Guðmundsdóttir.

2009

Úthlutun lóðar að Lautarvegi 18

Útgáfa, „Viljinn í verki“,  bók um sögu félagsins í 50 ár.

2010

Búsetuþjónusta að Blesugróf 29 flytur að Kastalagerði 7, Kópavogi. Þar búa 5 íbúar.

2011

Málaflokkur fatlaðra fluttur til sveitarfélaga þann 1. janúar.
Þjónustusamningar við Reykjavík og Kópavogsbæ.
Verkefnið Dagur til framtíðar, seinna Vinna og virkni, hefst 8. febrúar.

2012

Skóflustunga tekin að Lautarvegi 18 þann 17. apríl

Húsnæðinu að Lálandi 23 skilað til Húsjóðs Brynju í lok mars

Fest kaup á íbúð í Ljósheimum og þangað flytja íbúar Lálands

2013

Velferðasvið Reykjavíkurborgar tekur yfir þjónustu frekari liðveislu 1. mars 2013
Heimilið að Lautarvegi 18 opnar þann 27. september. Þar búa 6 einstaklingar í jafn mörgum íbúðum.
1. nóvember tók gildi samningur milli Landspítala í Kópavogi og Áss styrktarfélags um þjónustu við fatlaða einstaklinga á Kópavogsbraut.

2014

3. febrúar, skóflustunga að íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun á Klukkuvöllum 23-27 í Hafnafirði.
Í maí var skrifað undir viljayfirlýsingu við Hafnafjarðabæ um uppbyggingu á þjónustu fyrir 16 manns er tekur til húsbygginga og þjónustu í þeim húsum.
Í nóvember var skrifað undir samning um samstarf við Vilniaus Viltis í Litháen. Þróunarsjóður EFTA styrkir verkefnið sem gengur út á að miðla þekkingu og reynslu tengda málaflokki fatlaðra. Verkefnið varir í 18 mánuði.

2015

23. mars var í fyrsta skipti afhent viðurkenningin „Viljinn í verki“ til Kirkjugarða Reykjavíkur fyrir að skapa fötluðu fólki aukin tækifæri til almennrar þátttöku í samfélaginu.

23. – 27. mars. Gestir frá Viltis í Litháen komu í heimsókn og kynna sér fjölbreytta þjónustu við fatlað fólk.

29. apríl var skrifað undir þjónustusamning við Hafnarfjörð um byggingu og rekstur þriggja heimila.

1. maí gerði félagið samninga um aðstoð við fólk sem býr í heimahúsum. Þar er unnið eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf.

10. – 15. maí fóru fjórir fulltrúar frá félaginu til Vilnius í Litháen, héldu þriggja daga ráðstefnu og kynntu sér þjónustu við fólk með fötlun

Í ágúst opnaði nýr íbúðakjarni að Klukkuvöllum 23 í Hafnarfirði. Þar búa sex einstaklingar í jafnmörgum íbúðum.

19. – 21. október fóru tveir fulltrúar frá félaginu til Vilnius í Litháen og héldu ráðstefnu. Um var að ræða framhald ráðstefnunnar sem haldin var í maí.

Í september flutti Ás vinnustofa úr Brautarholti 6 á Kópavogsbraut 5b. Þetta er tímabundin ráðstöfum þar til varanlegt húsnæði verður tilbúið. Eignin í Brautarholti var seld.

Í júlí var skrifað undir samning um kaup á húsi við Ögurhvarf 6 í Kópavogi. Þangað flytja Ás vinnustofa, smiðjan og verkefnavinna í Bjarkarási auk skrifstofu félagsins að loknum nauðsynlegum breytingum.

2016

„Viljinn í verki“ var afhentur í annað sinn á aðalfundi félagsins í mars. Twill vefnaðarvöruverslun fékk viðurkenningauna að þessu sinni.

8. júní flutti skrifstofa félagsins úr Skipholti 50 c í Ögurhvarf 6, Kópavogi.

14.júní Styrktarfélagið hætti aðild að rekstri Skálatúns og um leið stjórnarþátttöku.

20. október flutti Ás vinnustofa af Kópavogsbraut 5b í nýtt og glæsilegt húsnæði í Ögurhvarfi 6, Kópavogi.

20. desember var íbúð félagsins í Álftamýri 14 seld.

Í desember seldi félagið landareign sína í Hvassahrauni.

2017

Gerðir voru nýjir þjónustusamningar um Vinnu&Virkni við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

„Viljinn í verki“ var afhentur á aðalfundi félagsins í mars. World Class fékk viðurkenninguna fyrir að skapa fötluðu fólki aukin tækifæri til almennrar þátttöku í samfélaginu.

Í október flytur Smíkó smíðaverkstæði í Ögurhvarfið og verður þar með hluti af starfsemi Áss vinnustofu.

Gerður var samningur við Garðabæ um nýjan búsetukjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk í Unnargrund 2. Garðabær mun eiga húsið en Ás styrktarfélag tekur að sér rekstur þess og þjónustu við heimilismenn. Fyrsta skóflustungan var tekin 2. nóvember.

2018

60 ár afmæli félagsins. Stórveisla haldin í Ögurhvarfi 6 föstudaginn 23. mars. Ýmsir viðburðir dreifðir yfir árið, s.s. fjölskyldugrill og bingó. Heimildarmynd um félagið sýnd á RÚV 21. mars.

Þann 23.03.2018 voru Óskar Helgi Margeirsson, Ragnheiður Hrefna Þórarinsdóttir og Sigríður Pétursdóttir gerð að heiðursfélögum og þakkað þannig fyrir góð störf í þágu félagsins

Þann 23.03.2018 var Guðna Th. Jóhannessyni forseta afhend viðurkenningin „Viljinn í verki“  fyrir að skapa fötluðu fólki aukin tækifæri til almennrar þátttöku í samfélaginu.

Í júní var Lyngás lokað eftir 57 ára starfsemi. Starfsemin fluttist yfir í Bjarkarás en nafninu er áfram haldið á lofti á leikskóladeildinni Lyngás sem veitir dagþjónustu við ung börn.

Þann 03.12.2018 var Jón Torfa Jónasson gerður að heiðursfélaga og þakkað þannig fyrir góð störf í þágu félagsins.

2019

Þann 27.03.2019 var Guðlaug Sveinbjarnardóttir gerð að heiðursfélaga og þakkað þannig fyrir góð störf í þágu félagsins.

25.september Opnun íbúðarkjarna að Unnargrund 2 í Garðabæ. Þar búa sex einstaklingar í jafnmörgum íbúðum.

3.desember opnun nýrrar viðbyggingar við Ögurhvarf 6 þangað sem smíðaverkstæði Smíkó flytur starfsemi sína.

31.desember félagið hættir rekstri búsetu á Kópavogsbraut 5a (áður deild 20 á Kópavogshælinu). Kópavogsbær tekur yfir rekstur búsetunnar og til stendur að þeir byggji íbúðir sem íbúarnir hafi forgang að búsetu í.

2021

Í lok árs var undirritaður samningur um einkaleyfi vegna Project search.

2022

Ný heimasíða félagsins sett í loftið

Þann 23.03.2022 var Rauða Krossinum afhent viðurkenningin „Viljinn í verki“  fyrir að skapa fötluðu fólki aukin tækifæri til almennrar þátttöku í samfélaginu. Samstarf hefur verið við félagið frá árinu 2014 þar sem fatlað starfsfólk hefur unnið verkefni víðs vegar á starfsstöðvum Rauða krossins.

2023

Í mars var skrifað undir þjónustusamninga við Seltjarnarnes um rekstur á heimilinu að Kirkjubraut.

Þann 23.03. var Inga Þór Hafsteinssyni afhend viðurkenningin Viljinn í verki fyrir  að hafa haft frumkvæði að því að bjóða hópi starfsmanna í Vinnu og virkni árlega í veiði í Elliðaánum. Það hefur hann gert sem starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur og félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur

Á aðalfundi 23.03. var félagaformi breytt á aðalfundi frá því að vera sjálfseignarfélag yfir í félag til almannaheilla sem stofnað er til eða starfrækt eru í þeim tilgangi að efla afmörkuð málefni til almannaheilla samkvæmt samþykktum sínum.

04.apríl Opnun íbúðarkjarna að Kirkjubraut 20 á Seltjarnarnesi. Þar búa sex einstaklingar í jafnmörgum íbúðum.

Þann 01.06.2023 útskrifar Ás styrktarfélag fyrstu 5 starfsnemana úr Project SEARCH starfsnáminu

Í september var skrifað undir þjónustusamninga við Garðabæ um rekstur á heimilinu að Brekkuás.

06.nóvember Opnun íbúðarkjarna að Brekkuás 2 í Garðabæ. Þar búa sjö einstaklingar í jafnmörgum íbúðum.

2024

Á aðalfundi 20.03.2024 var Guðmundi Inga Guðmbrandssyni Félags- og vinnumarkaðsráðherra og Landspítali háskólasjúkrahús veitt viðurkenningin Viljinn í verki, fyrir hlut sinn í framgöngu Project SEARCH verkefnisins.