Skip to main content
search
0

Ráðið er skipað til tveggja ára í senn
Ráðið tók til starfa í september 2016. Er það skipað fjórum fulltrúum. Ráðið er skipað til tveggja ára í senn og á tveggja ára fresti fær það tvo nýja meðlimi.

Markmið:
Að gefa fötluðu fólki hjá Ási styrktarfélagi kost á að hafa áhrif á þjónustuna sem þar er veitt. Þessi hópur taki þannig virkan þátt í stefnumótun, skipulagi og framkvæmd þjónustunnar.

Hlutverk:

  • Að vera ráðgefandi fyrir stjórn félagsins
  • Að vera ráðgefandi fyrir stjórnendur hjá félaginu
  • Að vera talsmenn fatlaðs fólks í þjónustu/vinnu hjá félaginu
  • Að fylgjast með þróun hugmyndafræði og stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks
  • Að fjalla um ábendingar og tillögur sem koma frá þeim sem nota þjónustu félagsins (ekki þó einstaklingsmál).

Meðlimir Notendaráðs
Björgvin Björgvinsson
Birna Rós Snorradóttir
Valur Alexandursson
Iðunn Árnadóttir