Skip to main content
search
0

Ás styrktarfélag veitir fötluðu fólki fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.  Hægt er að sækja um stöðurnar í gegnum heimasíðu félagsins hér.

Vakin er athygli á meðferð persónuupplýsinga með Persónuverndaryfirlýsing umsækjenda

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.

Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Engar lausar stöður eru í boði sem stendur, en þér er velkomið að senda okkur almenna umsókn hér: Atvinnuumsókn

Stuðningsfulltrúi í búsetu

 

Í búsetuþjónustu eru laus störf stuðningsfulltrúa í vaktavinnu. Um framtíðarstörf er að ræða og stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar íbúa til sjálfshjálpar og stuðlar að þátttöku þeirra í samfélaginu
  • Aðstoðar og styður íbúa við athafnir daglegs lífs og við heimilishald
  • Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa
  • Fylgist með andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá við heilsufarslega þætti
  • Vinnur eftir þjónustuáætlunum í samvinnu við íbúa og yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.

Hægt er að sækja um stöðurnar hér.