Skip to main content
search
0

Tilslakanir í Vinnu og virkni

Fréttamynd - 96149197 3799414013465907 3649456856989958144 N

Frá og með næstu viku munum við gera enn frekari tilslakanir í sóttvarnarráðstöfunum í Ási vinnustofu, Bjarkarás, Lækjarás og Smíkó. 

 

Markmið okkar er áfram að verja þá sem eru í áhættuhópi gegn smiti og jafnframt að koma í veg fyrir útbreiðslu smits meðal starfsfólks Áss.

 

Starfsemin mun færast í eðlilegt horf að mestu leyti en eins og allur almenningur munum við áfram leggja áherslu á góðar sóttvarnir.

 

Samgangur milli svæða verður áfram takmarkaður.  

 

Mötuneytin munu opna að nýju og sóttvarnarhópar skiptast á að borða. 

 

Starfsmenn eru beðnir að vera meðvitaðir um að koma ekki til vinnu séu þeir í sóttkví, einangrun eða með einkenni Covid-19 (sem eru kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreyta, kviðverkur og niðurgangur).

 

Hér má lesa nýuppfærðar leiðbeiningar fyrir fólk með áhættuþætti fyrir alvarlegri Covid-19 sýkingu