Skip to main content
search
0

Þekkingaröflun starfsfólks Áss

Fréttamynd - Radstefna Finnland

Starfsmenn Áss styrktarfélags hafa verið víða í þekkingarleit á árinu. M.a. fóru þrír aðilar á Pacific Rim ráðstefnuna á Hawaii í mars sl. Fjölbreytt efni var til umfjöllunar og margt sem mun nýtast í starfi okkar hér heima.

 

Má þar nefna aðferðafræði um hvernig félagasamtökum hefur á jákvæðan hátt tekist að vinna að auknum tækifærum fyrir fatlað fólk út á almennum vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtækjum sem hafa fatlað fólk í vinnu farnast yfirleitt betur en öðrum og skila meiri hagnaði. Samkvæmt þessu er eftir allnokkru að slægjast að hafa fatlaða í vinnu.

 

Margt fleira var til umfjöllunar og fræðslu sem tekið var heim til frekari úrvinnslu, sérstaklega ýmis atriði sem tengjast vinnu og virkni. 

 

Hópur frá Ás vinnustofu heimsótti nokkur fyrirtæki og stofnanir í Helsinki, Finnlandi á starfsdögum sínum í byrjun maí. Áhersla ferðarinnar var á endurvinnslu og hvernig mætti nýta hugmyndir og aðferðafræði Finnskra kollega í okkar daglega lífi í vinnu og virkni.  Textíl og handavinnufólkið okkar fékk einna mest út úr ferðinni og komu með mikið af nýjum hugmyndum heim.   Finnar eru mjög framarlega í nýtingu og endurvinnslu af ýmsu tagi og hefur tekist vel að virkja fólk til að hugsa um slíka hluti. Það var því margt gott sem kom út úr þessari ferð sem við getum yfirfært til okkar. 

 

Sömuleiðis hafa starfsmenn staðið fyrir fræðslu og kynningum á starfsemi félagsins en bæði er algengt að hingað komi hópar frá öðrum vinnustöðum, starfsmenn sveitafélaga, þroskaþjálfanemar frá Háskólanum og útskriftarnemar af starfsnámsbrautum fjölbrautaskólanna svo eitthvað sé nefnt.