11.09.2024
Þriðjudaginn 24.september kl 14.00 verður opnun á sýningunni Enginn getur allt en allir geta eitthvað í Borgarbókasafni Árbæjar í Hraunbæ 119.
Þar verða sýnd listaverk eftir starfsfólk í Ási vinnustofu.
Í Ási vinnustofu er lögð áhersla á að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum hvers og eins með það að leiðarljósi að „enginn geti allt en allir geti eitthvað“.
