
Í sumar höfum við sinnt vinnunni vel og sömuleiðis brotið upp á daginn með því að gera okkur stuttar ferðir á hina ýmsu staði. Við munum stundum eftir því að taka myndir úr ferðunum okkar og vildum deila nokkrum.
Hér koma myndir frá ferðum sem hafa verið farnar í Húsdýragarðinn, Árbæjarsafnið, Ikea, í Gerðuberg á myndlistasýningu Snorra Ásgeirssonar (þar sem hann hefur veitt leiðsögn um sýninguna sína), í Te og kaffi í Hamraborg, í gönguferðir við Elliðarvatn og á Kattarkaffihúsið.
Hér blandast saman myndir frá ferðum margra hópa – vonandi hafið þið gaman af.
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.