
Í síðustu viku tóku Heba Bogadóttir, Sigurbjörg Sverrisdóttir og Valgerður Unnarsdóttir við styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf að upphæð 182.000 kr.
Styrkurinn var veittur til að halda myndlistarnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri sem sækja þjónustu í Bjarkarási. Námskeiðið verður haldið á haustmánuðum í samvinnu við Myndlistarskólann í Reykjavík og verður sérsniðið að þörfum barnanna með áherslu á skynjun, upplifun og sköpun.
Við þökkum Barnavinafélaginu kærlega fyrir rausnarlegan styrk.