Skip to main content
search
0

Staðan á Project SEARCH verkefninu

Fimmtudaginn 17.nóvember kynntu þátttakendur og leiðbeinendur þeirra stöðuna fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni Félags- og vinnumarkaðsráðherra. Meðal gesta voru Jón Haukur Baldvinsson deildarstjóri frá Landspítalanum, aðstandendur og aðrir áhugasamir.

Þátttakendurnir sögðu frá verkefninu og hvernig hefur gengið. Sérstaklega áhugavert var að heyra þau sjálf segja frá sinni upplifun og hvaða gildi það hefur fyrir þau.

Umræður sköpuðust á fundinum og var ánægjulegt að þeir sem tjáðu sig binda miklar vonir við framtíð verkefnisins.

16.nóvember birti Landspítalinn frétt á vef sínum þar sem verkefnið var kynnt og  fjallað um aðkomu spítalans að því.

Hægt er að skoða fréttina frá Landspítalanum með því að ýta hér.

Landspítalinn útvegar aðstöðu til kennslu og starfsþjálfunar og tengilið sem sér um að finna störf til kennslu.

Ás styrktarfélag lýsir þakklæti til ráðherra með stuðning í verki og Landspítalans að taki þátt í verkefninu og greiði þannig götu fyrir fatlað fólk að auknum atvinnutækifærum.

Það er ómetanlegt fyrir þetta unga fólk að fá tækifæri til að starfa á jafn fjölmennum og fjölbreyttum vinnustað.

Eldri fréttir frá félaginu