Skip to main content
search
0

Staðan á Project SEARCH verkefninu

08.03.2024

Project SEARCH er 9 mánaða starfsnám sem fer fram á vinnustað sem leggur til húsnæði, verkefni, tengilið og fleira sem þarf til. Áherslur námsins eru á að einstaklingurinn fái vinnu á almennum vinnumarkaði og fái laun samkvæmt kjarasamningum

Þegar þetta er skrifað eru aðeins rúmir tveir mánuðir eftir af starfsárinu 2023-2024 hjá Project SEARCH. Útskrift verður í maí  og hefja starfsnemar vonandi störf á almennum vinnumarkaði í kjölfar þess.

Frá því að starfsnám PS hófst árið 2022 á Landspítalanum hafa starfsdeildum sem starfsnemar fá tækifæri til að starfa á fjölgað. Það þýðir aukin tækifæri fyrir starfsnemana til að velja starf og verkefni sem vekja áhuga þeirra og hentar starfsgetu og kunnáttu hvers og eins.

Í haust byrjuðu starfsnemar að vinna í lyfjaþjónustu Landspítalans, í þvottahúsi Landspítalans á Tunguhálsi og við lóðaumsjón fyrir hin ýmsu húsnæði spítalans. Að auki hafa starfsnemar PS meðal annars unnið í eldhúsum Landspítalans á Hringbraut, í Fossvogi og í Skaftahlíð. Einnig höfum er unnið í býtibúri, vörumóttöku, vörudreifingu, rúmaþvotti, vörusölu deilda og fleira.  Öllum starfsnemum hefur líkað mjög vel við, enda eru verkefnin mjög fjölbreytt og krefjandi.

Við fögnum þessum auknu tækifærum og fjölbreytileika á verkefnum og starfsdeildum og erum við afar þakklát fyrir það góða samstarf og teymisvinnu sem Landspítalinn hefur veitt okkur.

Við hvetum áhugasama um að sækja um þátttöku í starfsnámi Project SEARCH, Ísland fyrir veturinn 2024-2025.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl.

Hér fyrir neðan eru myndir frá starfsnemum við störf innan veggja Landspítalans.

Eldri fréttir frá félaginu